Yfirlýsing frá BHM BSRB og KÍ
Í ljósi tillagna hagræðingarhóps stjórnvalda er eðlilegt að spurt sé hvort ríkisstjórnin hyggist horfa framan í þennan hóp, sem býr við álag í starfi vegna áratuga langs niðurskurðar, aðhalds, stjórnunarvanda ásamt öllum framangreindum áskorunum – og segja að mikilvægasta verkefnið framundan sé að gera stjórnendum auðveldara að segja þeim upp störfum. Það er ekki bara pólitísk tillaga heldur vanvirðing í garð fólks sem hefur haldið velferðarkerfum samfélagsins gangandi gegnum erfiða tíma, nægir að nefna efnahagshrun, heimsfaraldur og náttúruhamfarir því til staðfestingar.
05. mar 2025