Elín Björg gestur Morgunvaktarinnar
Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB var gestur Morgunvaktarinnar á Rás 1 í morgun þar sem hún fór m.a. yfir þá afleiddu stöðu sem aðildarfélög BSRB hafa verið í að undanförnu. Félögin hafa boðað til verkfalls en komast ekki að samningaborðinu með samninganefnd ríkisins þar sem samninganefndin segist vera að bíða eftir útspili frá svonefndum SALEK-hóp sem skipaður er öllum aðilum vinnumarkaðarins og fulltrúum stjórnvalda.
07. okt 2015