Verkföll hefjast á mánudag eftir árangurslausan fund
Verkfallsaðgerðir BSRB hefjast á mánudaginn. Fundur BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hjá ríkissáttasemjara í dag skilaði engum árangri. Ekki hefur verið boðaður annar fundur í ljósi þess hversu langt ber á milli deiluaðila.
12. maí 2023