
Bjóða starfsfólki íslenskukennslu á vinnutíma
Isavia býður nú starfsfólki sem hefur annað tungumál en íslensku að móðurmáli að sækja íslenskunámskeið á vinnutíma. BSRB fagnar þessu framtaki enda ein af þeim kröfum sem settar eru fram í stefnu bandalagsins um menntamál.
08. nóv 2022
íslenskukennsla, fræðsla, menntamál