Íslendingar vilja félagslegt heilbrigðiskerfi
Öryrkjar eru sá þjóðfélagshópur sem greiðir hlutfallslega mest af ráðstöfunartekjum sínum í heilbrigðisþjónustu hér á landi, eða um 10%. Þar á eftir koma langveikir, fólk sem þarf oft að sækja sér þjónustu á göngu og bráðadeildir. Fjölda þeirra sem fresta þess að leita heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar hennar fer stöðugt vaxandi. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í rannsókn Rúnar Vilhjálmssonar um heilsu og lífshætti Íslendinga. Rúnar flutti erindi sitt við setningu 44. þings BSRB í gær þar sem jafnframt kom fram stuðningur við að hið opinbera eigi og reki heilbrigðisþjónustu á Íslandi fer vaxandi.
29. okt 2015