NFS mótmælir aðgerðum finnsku ríkisstjórnarinnar
Ríkisstjórn Finnlands hefur kynnt áform um að afnema samningsrétt verkalýðshreyfingarinnar, grípa inn í gerða kjarasamninga og skerða kjör launafólks á fjölmörgum sviðum. Þessi aðgerð mun sérstaklega hafa neikvæð áhrif á láglaunafólk, konur og þá sem starfa utan dagvinnutíma og um helgar.
01. okt 2015