Formaður BSRB með erindi á ráðstefnu Landssambands eldri borgara
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, hélt í dag erindi á kjaramálaráðstefnu á vegum Landssambands eldri borgara í Reykjavík. Þar fjallaði formaður BSRB um samspil tekjutengingar í almannatryggingakerfinu, samspil þess við lífeyrisgreiðslur og kynbundinn launamun.
Meðal þess kom fram í máli Elínar Bjargar var að breyta verði lífeyriskerfinu á þann veg að fólk njóti þess þegar á lífeyrisaldur er komið að hafa greitt í lífeyrissjóði á starfsævi sinni í formi hærri ráðstöfunartekna en ella. Þá fjallaði hún um kynbundinn launamun sem mælist 13,1% á landinu öllu samkvæmt kjarakönnun BSRB. Benti Elín Björg m.a. á að ef launamunurinn verði ekki upprættur á vinnumarkaði samtímans muni hann fylgja fólki inn í lífeyriskerfi framtíðarinnar.
16. nóv 2012