Fyrsti maí er handan við hornið og hvetur BSRB allt launafólk til þess að fjölmenna í kröfugöngur og á útifundi um allt land í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins.
BSRB óskar eftir að ráða sérfræðing í samskiptum og miðlun í fjölbreytt og krefjandi starf sem reynir á frumkvæði og sjálfstæði í áhugaverðum verkefnum.
Ungt fólk innan vébanda félaga ASÍ og BSRB kom saman á fræðslu- og tengsladögum ASÍ-UNG í Keflavík 11. - 12. apríl. Yfirskrift fundarins var „Framtíð vinnumarkaðarins.”
Virðismat starfa er forsenda þess að launajafnrétti náist á Íslandi, þetta kom fram á á opnum fundi Forsætisráðuneytisins um jafnrétti á vinnumarkaði í morgun, 20. mars.
Boðið er til opins fundar þar sem rætt verður um virðismat starfa í þágu launajafnréttis. Fundurinn fer fram miðvikudaginn 20. mars nk. kl. 9-11 á Hótel Natura og verður jafnframt í beinu streymi.
Fulltrúar BSRB sóttu 68. Kvennaþing Sameinuðu þjóðanna sem hluti af sendinefnd Íslands í síðustu viku, en þingið er stærsta jafnréttisráðstefna í heimi sótt af stjórnvöldum, verkalýðs- og almannaheillarsamtökum.
Fjárhagsstaða launafólks svipuð nú og fyrir ári síðan en bregðast þarf við stöðu barnafólks, kvenna og innflytjenda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem kynnt var í Þjóðmenningarhúsinu 5. mars.