Fyrsta fundi BSRB og SNR lokið
Forsvarmenn BSRB áttu fyrr í dag fyrsta fund sinn með samninganefnd ríkisins (SNR) vegna komandi kjarasamningsviðræðna. Farið var yfir drög að viðræðuáætlun samningsaðila auk þess sem BSRB fór yfir þau verkefni sem bandalaginu hafa verið falin af aðildarfélögum sínum í tengslum við gerð kjarasamninga. Þar á meðal eru málefni vaktavinnufólks, málefni trúnaðarmanna og önnur sameiginlega mál aðildarfélaganna.
15. okt 2013