Elín Björg skipuð í nefnd um verðlagsstöðugleika
Aðgerðir til að styðja við verðlagsstöðugleika kynntar í ríkisstjórn fyrir helgi. Hluti þess var að skipa í fastanefnd um samskipti ríkisins, sveitarfélaga og heildarsamtaka aðila á vinnumarkaði. Hlutverk hennar er að hafa yfirsýn yfir regluleg samskipti þessara aðila og vera vettvangur hugmynda og skoðanaskipta um sameiginleg hagsmunamál. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, er fulltrúi BSRB í nefndinni.
03. feb 2014