Fráfarandi formaður Velferðarvaktarinnar hefur skilað félags- og húsnæðismálaráðherra skýrslu með umfjöllun um verkefni vaktarinnar, ásamt tillögum um úrbætur í velferðarmálum á þeim sviðum sem Velferðarvaktin telur brýnast að sinna á næstunni.
Nú styttist í að trúnaðarmannanámskeið BSRB og Félagsmálaskóla Alþýðu fari af stað á ný. Í byrjun febrúar hefst kennsla á 1. þrepi trúnaðarmannanámsins og mun kennsla fara fram í BSRB-húsinu að Grettisgötu 89.
Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, var gestur í Vikulokunum á Rás 1 á laugardaginn var. Gestir Hallgríms Thorsteinssonar í þættinum voru ásamt Elínu Björgu þeir Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, og Árni Snævarr, upplýsingafulltrú SÞ í Brussel.
Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB tók þátt í áramótaspjalli í Speglinum í Ríkisútvarpinu þann 30. desember ásamt Margréti Guðmundsdóttur forstjóra Icepharma og Katrínu Ólafsdóttur lektor við HR. Þar var m.a. fjallað um kjarasamninga og áherslur í komandi kjarasamningsviðræðum.
Í áramótaávarpi formanns BSRB fjallar Elín Björg Jónsdóttir m.a. um mikilvægi þess að vanda til verka við gerð kjarasamninga til lengri tíma og hversu mikilvægt er að gera körlum kleift að verja auknum tíma með fjölskyldum sínum með sveigjanlegri og fyrirsjáanlegri vinnutíma, mikilvægi á góðu samspil fjölskyldu og atvinnulífs og hvernig jafnræði á heimilum fólks skilar sér í auknu jafnrétti á vinnumarkaði.
Starfsfólk skrifstofu BSRB óskar félagsmönnum sínum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á komandi ári. Opnunartími skrifstofu BSRB yfir hátíðarnar verður með hefðbundnu sniði.
Hugmyndir forystu ASÍ og BSRB um tilflutning á fjármunum frá Virk Starfsendurhæfingarsjóði yfir til Atvinnuleysistryggingasjóðs á þessu ári til að fjármagna desemberuppbót gegn því að fjármunum yrði varið til að tryggja ráðgjöf og vinnumiðlun við atvinnuleitendur á næsta ári var ráðandi þáttur í þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að greiða atvinnuleitendum desemberuppbót, eins og tíðkast hefur.
Stéttarfélög starfsmanna í Sunnuhlíð lýsa yfir þungum áhyggjum af rekstrarstöðu Sunnuhlíðar, sem virðist vera á leiðinni í þrot. Málefni aldraðra eru óumdeilanlega á ábyrgð ríkisins og það er stjórnvalda að tryggja jafnvægi og öryggi þessa hóps, án undanbragða. Ef ríkið tekur ekki við rekstri Sunnuhlíðar munu íbúar þar missa heimili sín og fjölmargir starfsmenn missa atvinnu sína. Stjórnendur Sunnuhlíðar hafa ítrekað vakið athygli á erfiðri rekstrarstöðu heimilisins án árangurs. Skapast hefur óviðeigandi ástand fyrir starfsmenn og íbúa heimilisins.