Formaður BSRB með erindi
Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB mun í kvöld halda erindi um kynbundinn launamun og niðurstöður kjarakönnunar BSRB 2013. Erindið verður haldið á fundi Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar þar sem umræðu- og umfjöllunarefnið verður kynbundinn launamunur og fer fundurinn fram kl. 20:00 á Hallveigarstíg 1.
26. sep 2013