Elín Björg endurkjörin – Ný stjórn BSRB
Elín Björg Jónsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB á 44. þingi bandalagsins sem staðið hefur yfir í Reykjavík síðustu þrjá daga. Þá var Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, endurkjörinn 1. varaformaður BSRB og Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, var endurkjörinn 2. varaformaður BSRB. Bæði formaður og varaformennirnir tveir voru sjálfkjörin í embætti þar sem engin mótframboð bárust.
30. okt 2015