Riftun IPA samnings við FA ólögmæt
Umboðsmaður Evrópusambandsins (European Ombudsman) gagnrýnir framkvæmdastjórn ESB harðlega fyrir málsmeðferð þeirra varðandi IPA samning Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og ESB. Samningnum var rift þegar aðildarviðræður Íslands voru stöðvaðar. Umboðsmaður hefur beint þeim tilmælum til Evrópusambandsins að það standi við samninginn enda sé framferði framkvæmdastjórnarinnar óásættanlegt og grafi undan þeim gildum sem byggja skuli á.
31. ágú 2015