Allt um Nordiskt Forum
Undirbúningur kvenna- og jafnréttisráðstefnunnar Nordiskt Forum sem haldin verður í Malmö 12. til 15. júní er í fullum gangi um þessar mundir, enda aðeins rúmir þrír mánuðir þar til þessi stórkostlega kvenna- og jafnréttishátíð fer fram. „Íslenskar konur eru í startholunum, við finnum fyrir miklum áhuga og hvetjum konur til þess að skrá sig sem fyrst,“ segir Hildur Helga Gísladóttir framkvæmdastýra Kvenfélagasambands Íslands, en hún situr í norræna stýrahóp Nordiskt Forum.
05. mar 2014