Jafnréttisviðurkenningar veittar
Samtök kvenna af erlendum uppruna og Orkuveita Reykjavíkur hlutu jafnréttisviðurkenninguna fyrir árið 2013. „Það er ekki nóg að virða jafnréttið, það þarf að fremja það,“ sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, þegar hann tók við viðurkenningunni við athöfnina í dag. Hann lagði áherslu á að stjórnendur stofnana og fyrirtækja hefðu aðstöðu og tækifæri til að framkvæma breytingar. Það væri því ekki nóg að lýsa stuðningi við jafnrétti, þeir þyrftu að vinna að því á markvissan hátt.
24. mar 2014