Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti er haldinn hátíðlegur eins og venja er þann 8. mars. Þann dag verður dagskrá í Iðnó í miðbæ Reykjavíkur þar sem nokkur erindi verða flutt ásamt tónlist. Dagskráin mun hefjast kl. 14:00 og verður hún sem hér segir:
Lesa meira
Árangur af úrræðum Vinnumálastofnunar

Árangur af úrræðum Vinnumálastofnunar

Um 75% þeirra sem skráðir voru hjá Vinnumálastofnun í atvinnuleit á árunum 2009–2013 voru í vinnu eða námi haustið 2013 samkvæmt niðurstöðum könnunar sem Vinnumálastofnun lét gera á aðstæðum þessa hóps. Markmiðið var að kanna stöðu hópsins og einnig viðhorf einstaklinga innan hans til mismunandi vinnumarkaðsúrræða. Þetta kemur fram í frétt á vef velferðarráðuneytisins.
Lesa meira
Sjálfbær vinnsla náttúruauðlinda

Sjálfbær vinnsla náttúruauðlinda

Eftirspurn auðlinda úr jörðu fer vaxandi á Norðurlöndum eftir því sem velmegun eykst víða um heim. Því telur Norðurlandaráð þörf á að dýpka norrænt samstarf um náttúruauðlindir. Sjálfbær nýting náttúruauðlinda verður í brennidepli á þemaþingi ráðsins á Akureyri þann 8. apríl eins og fram kemur í frétt á vefnum www.norden.org.
Lesa meira
Jafnlaunakönnun hjá Ísafjarðarbæ

Jafnlaunakönnun hjá Ísafjarðarbæ

Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri (RHA) hyggst vinna jafnlaunakönnun fyrir Ísafjarðarbæ í mars-apríl að sögn Sædísar Maríu Jónatansdóttur, ráðgjafa hjá fjölskyldusviði sveitarfélagsins, sem sér um að safna gögnum saman fyrir RHA sem nota á í könnunina. „Þetta er umfangsmikið verk en það er í vinnslu,“ sagði Sædís í samtali við vefinn bb.is.
Lesa meira
Öryggi og heilbrigði á vinnustöðum

Öryggi og heilbrigði á vinnustöðum

Vinnuvernd ehf. í samvinnu við Mannvit hf. stendur fyrir námskeiði sem ætlað er öryggistrúnaðarmönnum, öryggisvörðum og starfsmönnum mannauðsmála sem haldið er í Reykjavík dagana 3. og 4. mars.
Lesa meira
Norræn skýrsla um „vaxtarverki“ Svansins

Norræn skýrsla um „vaxtarverki“ Svansins

Norrænu sjálfsstjórnarsvæðin í Færeyjum, Grænlandi og á Álandseyjum geta horft til reynslu Íslendinga af framgangi norræna umhverfismerkisins Svansins. Út er komin ný norræn skýrsla þar sem fjallað er um „vaxtarverki“ Svansins í minni norrænum samfélögum.
Lesa meira
Konur í hefðbundnum karlastörfum

Konur í hefðbundnum karlastörfum

Aðgerðahópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynja efnir til opins morgunverðarfundar um konur í hefðbundnum karlastörfum miðvikudaginn 26. febrúar.
Lesa meira