112 og samstarfsaðilar vegna 112-dagsins leggja mikla áherslu á að fólk hugi betur að öryggi í ferðalögum að vetri til. Vetrarmánuðirnir eru gríðarlega annasamir hjá 112 og viðbragðsaðilum vegna ferðalaga og útivistar við misjafnar og stundum mjög varasamar aðstæður. Tómas Gíslason, aðstoðarframkvæmdastjóri 112, segir að með því að vanda betur undirbúning ferðalaga megi draga verulega úr hættu á slysum og erfiðleikum og auðvelda leit og björgun þegar á þarf að halda.
11. feb 2014