Staða kjarasamninga aðildarfélaga BSRB við SNR
Meirihluti bæjarstarfsmannafélaga innan BSRB hefur nú undirritað nýja kjarasamninga við Samninganefnd ríkisins. Nú síðast skrifaði FOSS, Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi, undir nýjan kjarasamning við ríkið en það gerðist seinnipartinn í gær. Samningurinn nær til félagsmanna FOSS sem starfa hjá ríkinu. Kjarasamningurinn er sambærilegur þeim sem önnur bæjarstarfsmannafélög BSRB hafa gert við ríkið á síðustu dögum.
02. apr 2014