Fjárhagsstaða launafólks svipuð nú og fyrir ári síðan en bregðast þarf við stöðu barnafólks, kvenna og innflytjenda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Vörðu - rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins sem kynnt var í Þjóðmenningarhúsinu 5. mars.
Hádegisfundur í tilefni af Alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars. Til fundarins bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga Fíh, Kennarasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands og Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja SSF.
Hinn 23. febrúar sl. féll dómur í héraðsdómi Reykjavíkur þar sem íslenska ríkinu var gert að greiða félagsmanni innan Félags starfsmanna Stjórnarráðsins (FSS), sem er eitt af aðildarfélögum BSRB, orlofslaun á fastar yfirvinnugreiðslur hans auk dráttarvaxta og málskostnaðar.
Framtíðarnefnd BSRB stóð að vinnustofu fyrir trúnaðarmenn allra aðildarfélaga BSRB þar sem trúnaðarmenn ræddu hvernig mætti bæta fræðslu og styrkja þá í sínum mikilvægu störfum.
Tilgangur með vali á Stofnun ársins er að taka eftir og verðlauna vinnustaði sem ná framúrskarandi árangri við stjórnun mannauðs. Þá nýtist könnunin stjórnendum til að vinna að umbótum í stjórnun og starfsumhverfi. Að lokum veitir könnunin aðhald til hagsbóta fyrir starfsfólk, skjólstæðinga, viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila.
Stytting vinnuvikunnar á Íslandi gerðist ekki af sjálfu sér heldur var samið um hana í kjarasamningum 2020 eftir langt ferli, tilraunaverkefni á fjölmörgum vinnustöðum og mikla baráttu af hálfu BSRB. Þetta kemur fram í nýrri ritröð EPSU, Evrópusamtaka opinberra stéttarfélaga, sem varpar ljósi á styttingu vinnutíma í Evrópu
Umgangsmiklar verkfallsaðgerðir hófust í Finnlandi miðvikudaginn 31. janúar í þeim tilgangi að mótmæla fyrirhuguðum breytingum ríkisstjórnar landsins á velferðarkerfinu og aðför þeirra að réttindum launafólks
Fjöldi námskeið er í boði fyrir trúnaðarmenn BSRB félaga í vor. Um er að ræða staðnámskeið, vefnámskeið sem byggjast á upptökum og fjarnámskeið sem kennd eru í gegnum zoom.