Stafsnám stuðningsfulltrúa er starfstengt grunnnám fyrir þá sem vilja vinna með fötluðu fólki, öldruðum eða sjúkum og byggja um leið upp starfsferil á félags- og heilbrigðissviði.
Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) í aðdraganda hátíðanna hófst á föstudaginn í Myllubakkaskóla í Reykjanesbæ. Þar fræddu starfsmenn Brunavarna Suðurnesja börn um eldvarnir.
Starfsmannafélag Kópavogs hefur samþykkt nýjan kjarasamning sem gerður var við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Kópavogsbæjar.
Barnasáttmáli SÞ er 25 ára í dag. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til undirritunar og fullgildingar þann 20. nóvember 1989 og markaði tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna, þar sem sáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með réttindi, óháð réttindum fullorðinna.
Um 98 prósent þátttakenda í nýrri könnun Capacent Gallup segjast bera mikið traust til slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Traust til þeirra mælist langt umfram það sem þekkist hjá helstu stofnunum samfélagsins. Þá segist svipað hlutfall þátttakenda telja Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) mikilvægt.
SFR fagnar 75 ára afmæli sínu í dag, mánudaginn 17. nóvember. Starfsmannafélag ríkisstofnana, eins og félagið hét þar til nafnbreyting var samþykkt á aðalfundi 2004, var stofnað í Alþýðuhúsinu í Reykjavík árið 1939 og er í dag fjölmennasta aðildarfélag BSRB.
Samstarfsyfirlýsing hefur verið undirrituð milli velferðarráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, SA og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fræðslu og ráðgjöf við innleiðingu á jafnlaunastaðli: ÍST 85:2012.
Fundað var í vikunni í starfsmatsnefnd stéttarfélaganna og Sambands íslenskra sveitarfélaga, en nokkur hluti félagsmanna bæjarstarfsmannafélaga BSRB heyra undir starfsmatið.
Nýr kjarasamningur Starfsmannafélags Kópavogs veður kynntur í Salnum á miðvikudag 12.nóvember kl. 20:00. Önnur kynning verður síðan á fimmtudag 13. nóvember í Fannborg 6, 3. hæð, kl.13:00.