Störf í þína þágu
Undanfarið hefur BSRB vakið athygli á þeim fjölbreyttu störfum sem félagsmenn bandalagsins sinna í almannaþjónustu. Mikið hefur mætt á starfsfólki almannaþjónustunnar síðustu ár þar sem verkefnum hefur fjölgað á sama tíma og starfsfólki hefur víða fækkað. Óhætt er að segja að þótt mjög hafi reynt á velferðarkerfi landsins á árunum eftir hrun hafi það staðist prófið og mildað það mikla högg sem margir urðu fyrir.
09. des 2014