Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
LSS skrifar undir samning við sveitarfélögin

LSS skrifar undir samning við sveitarfélögin

Samninganefndir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning þann 30. október sl. Kynningarfundir um efni hins nýja samnings standa yfir og atkvæðagreiðsla vegna samninganna stendur yfir.
Lesa meira
Ljósmyndasýning: 30 ár frá verkfalli

Ljósmyndasýning: 30 ár frá verkfalli

Fyrir réttum 30 árum síðan lauk allsherjarverkfalli BSRB og af því tilefni verður sýning á ljósmyndum sem Helgi Jóhann Hauksson tók í verkfallinu opnuð kl. 14 á morgun, fimmtudaginn 30. október, á 1. hæð í húsi BSRB að Grettisgötu 89.
Lesa meira
Ísland efst hjá World Economic Forum

Ísland efst hjá World Economic Forum

Ísland skipar 1. sæti á lista World Economic For­um 2014 þar sem jafnrétti kynjanna er mælt með hliðsjón af fjórum atriðum. Þetta er í sjötta skiptið í röð sem Ísland skipar fyrsta sætið en Norðurlöndin raða sér í efstu sætin. Finnland er í öðru sæti, Noregur í því þriðja, Svíþjóð í fjórða og Danmörk í því fimmta.
Lesa meira
Ráðstefna um jafnréttismál á Akureyri

Ráðstefna um jafnréttismál á Akureyri

Utanríkisráðuneytið, Jafnréttisstofa, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, Norðurslóðanet Íslands og Norræna ráðherranefndin bjóða til alþjóðlegrar ráðstefnu um jafnréttismál á norðurslóðum á Akureyri dagana 30.-31. október næstkomandi.
Lesa meira
Opnum fundi aflýst

Opnum fundi aflýst

Opna fundinum sem átti að vera í dag er aflýst vegna veikinda. BSRB þykir þetta miður og vonar að þetta verði ekki til mikilla óþæginda fyrir þá sem hugðust mæta.
Lesa meira
SfK samþykkir allsherjarverkfall

SfK samþykkir allsherjarverkfall

Starfsmannafélag Kópavogsbæjar (SfK) hefur samþykkt verkfallsboðun í allsherjaratkvæðagreiðslu á meðal félagsmanna sinna. Allsherjarverkfall SfK mun því skella á þann 10. nóvember hafi samningar félagsins og Samninganefndar íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Kópavogsbæjar ekki tekist fyrir þann tíma.
Lesa meira
Mikilvægi VIRK staðfest í nýrri skýrslu

Mikilvægi VIRK staðfest í nýrri skýrslu

Mikill ávinningur er að því að reka VIRK starfsendurhæfingarsjóð skv. nýrri úttekt Talnakönnunar og kemur fram í skýrslu þeirra sem gerð var að beiðni VIRK. Samkvæmt skýrslunni er um 10 milljarða ávinningur af starfsemi VIRK árið 2013 sem skili sér til Tryggingarstofnunar, lífeyrissjóða og ríkisins að ótöldum ábata hvers einstaklings.
Lesa meira
24. okt á Akureyri

24. okt á Akureyri

Þann 24. október næstkomandi mun Jafnréttisstofa, í samstarfi við Akureyrarbæ, standa að opnum fundi um stöðu kvenna í umönnunar- og þjónustustörfum með sérstaka áherslu á kynbundna og kynferðislega áreitni.
Lesa meira
Opinn fundur á morgun

Opinn fundur á morgun

Jafnréttisnefnd BSRB býður til opins fundar í tilefni kvennafrídagsins föstudaginn 24. október, kl. 12-13 á 1. hæð BSRB hússins að Grettisgötu 89.
Lesa meira