21
Samkomulag hefur náðst milli BSRB og allra viðsemjenda bandalagsins, ríkisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborgar, um útfærslu á styttingu vinnutíma starfsmanna í dagvinnu. Næsta verkefni í kjaraviðræðum bandalagsins er að útfæra styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk.
„Sú útfærsla sem sátt hefur náðst um varðandi styttingu vinnutíma dagvinnufólks hefur verið samþykkt með fyrirvara um að bandalagið nái ásættanlegri niðurstöðu í öðrum málum sem eftir er að leys
22
Sjúkraliðar eru ómissandi hlekkur í keðju heilbrigðiskerfisins. Starfið er mjög gefandi og fjölbreytt en reynir líka á og getur verið virkilega krefjandi. Starfsaðstæður eru oft á tíðum erfiðar og getur álagið því orðið meira en gott þykir. Þá eru dæmi um að mjög víða, til dæmis á hjúkrunarheimilum og í heimahjúkrun, stendur sjúkraliðum ekki til boða að vinna meira en 80 prósent hlutastarf einmitt vegna þess að vinnuveitendur telja að 100 prósent starf í vaktavinnu vera of íþyngjandi. Það er
23
Kjaraviðræður BSRB og aðildarfélaga bandalagsins hafa haldið áfram hjá ríkissáttasemjara undanfarið. Haldnir hafa verið vinnufundir þétt undanfarna daga þar sem unnið er að útfærslu á styttingu vinnuvikunnar, sem hefur verið ein helsta krafa BSRB í viðræðunum.
„Við eigum enn eftir langt í land og ljóst að það er farið að gæta verulegrar óþreyju meðal okkar félaga,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Samningar aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í byrjun apríl. Viðr
24
Fulltrúar BSRB hafa setið á fundi ásamt viðsemjendum í húsakynnum ríkissáttasemjara í allan dag og hafa fundir verið boðaðir alla helgina til þess að freista þess að ná saman um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk.
„Það eru allir aðilar sammála um að nú ætlum við að gera atlögu að því að klára þessa umræðu um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Krafan um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar er ei
25
Vinnu við útfærslu á styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar hjá vaktavinnufólki hélt áfram í húsnæði ríkissáttasemjara alla helgina. Verkinu miðaði hraðar áfram en áður en niðurstaða er ekki í sjónmáli.
Krafan um styttingu vinnuvikunnar án launaskerðingar er ein af stærstu kröfum BSRB í kjarasamningsviðræðunum. Þegar hefur náðst áfangi með samkomulagi um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu en eftir stendur útfærsla hjá vaktavinnufólki. Kjarasamningar þorra aðildarfélaga
26
ríkisins um kjaramál. Meginkrafa félagsmanna er að stytta vinnutímann úr 40 klukkustundir á viku í 35 stundir í dagvinnu og að vinnuvika vaktavinnufólks verði 80% af vinnutíma dagvinnufólks, án launaskerðingar.
Vaktavinna hefur áhrif á heilsufar
27
Þátttakendur á baráttufundum opinberra starfsmanna um allt land í gær voru með skýr skilaboð fyrir stjórnvöld og sveitarstjórnarfólk og kröfðust kjarasamninga strax. Gríðargóð mæting var á baráttufund í Háskólabíó, sem og á fundi sem haldnir voru á landsbyggðinni og mikill hugur í fundarmönnum.
Tíu mánuðir eru nú liðnir frá því kjarasamningar þorra félagsmanna aðildarfélaga BSRB losnuðu, og það sama á við um fjölmarga félagsmenn BHM og alla félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðing
28
Kjaraviðræður BSRB við viðsemjendur hafa haldið áfram undanfarið. Viðræður hafa heldur þokast í rétta átt þó hægt hafi gengið. Enn á eftir að leysa úr stórum ágreiningsmálum á borð við styttingu vinnuvikunnar og jöfnun launa milli markaða.
Kjarasamningar flestra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í byrjun apríl og viðræður við viðsemjendur staðið yfir síðan. BSRB fer með samningsumboð í ákveðnum málaflokkum en aðildarfélög bandalagsins semja hvert fyrir sig um laun og ýmis s
29
Aðildarfélög BSRB sem boðað höfðu til verkfallsaðgerða undirrituðu öll kjarasamninga við viðsemjendur í gærkvöldi og nótt og var verkfallsaðgerðum því aflýst. Fjögur aðildarfélög bandalagsins eiga enn eftir að ná samningum.
Samningarnir eru afturvirkir frá 1. apríl 2019 og gilda út 31. mars 2023. Þau félög sem nú hafa undirritað samninga eru: Félag opinberra starfsmanna á Austurlandi, Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum, FOSS, stéttarfélag í almannaþjónustu, Kjölur – stéttarféla
30
Samninganefndir BSRB og aðildarfélaga bandalagsins funduðu með viðsemjendum hjá Ríkissáttasemjara fram yfir miðnætti í gær og fundir hófust að nýju klukkan 10 í morgun. Reynt verður til þrautar að ná samningum áður en boðuð verkföll aðildarfélaga BSRB hefjast á miðnætti í kvöld.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að mál hafi þokast eitthvað í gær en það sé þó mismunandi á milli viðsemjenda hvernig gangurinn er í viðræðunum. Þannig sé ágætur gangur í viðræðum bæjarstarfsmann
31
Aðildarfélög BSRB hafa ákveðið að hætta við áformaðan baráttufund sem boðað hafði verið til í Austurbæjarbíói á morgun, mánudaginn 9. mars klukkan 13. Ástæðan er það hættuástand sem lýst hefur verið yfir vegna COVID-19 faraldursins.
Heilbrigðisyfirvöld hafa beint því til heilbrigðisstétta að forðast fjöldasamkomur og því ljóst að stéttir sem starfa í heilbrigðiskerfinu hefðu ekki getað mætt til fundarins. Þá er ljóst að félagar í aðildarfélögum BSRB eru ómissandi hluti af almannaþjónu
32
Undanþágunefndir aðildarfélaga BSRB ákváðu í gær að veita Landspítalanum og heilsugæslustöðvum tímabundna undanþágu frá verkfalli sem boðað hefur verið á mánudag og þriðjudag eftir að hættuástandi var lýst yfir vegna COVID-19 faraldursins.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir félögin taka ábyrga afstöðu, enda ekki ætlunin að valda almenningi hættu með aðgerðunum. „Þetta sýnir þó svart á hvítu hversu ómissandi okkar fólk er í almannaþjónustunni að heilu stofnanirnar eru ekki s
33
Undanþágunefndir aðildarfélaga BSRB sem boðað hafa til verkfallsaðgerða gagnvart ríkinu, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg hafa nú opnað fyrir umsóknir um undanþágur. Boðuð verkföll munu hefjast mánudaginn 9. mars næstkomandi, náist samningar ekki fyrir þann tíma.
Stjórnvöld hafa óskað eftir því að umsóknir um undanþágur vegna COVID-19 verði afgreiddar hratt og vel og munu undanþágunefndir að sjálfsögðu taka tillit til þeirra óska og gæta þess í hvívetna að boðað ver
34
Samkomulag náðist í gærkvöldi í kjarasamningsviðræðum BSRB við viðsemjendur um útfærslu á styttingu vinnuvikunnar í vaktavinnu. Þetta er stór áfangi í átt að því að ljúka gerð kjarasamnings, en áður hafði samkomulag náðst um styttingu vinnuvikunnar í dagvinnu.
Samkomulagið var staðfest seint í gærkvöldi með fyrirvara um að samningar náist um önnur málefni sem út af standa. Þar sem viðræður eru enn í gangi er ekki tímabært að upplýsa hvað felst í samkomulaginu á þessu stigi. Það verður
35
BSRB varar við því að aukið verði við einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu enda yrði það í algerri andstöðu við vilja mikils meirihluta þjóðarinnar. Í nýsamþykktri ályktun aðalfundar bandalagsins er bent á að einkarekstur dragi ekki úr kostnaði hins opinbera við heilbrigðisþjónustuna og torveldi stjórnvöldum að forgangsraða og skipuleggja heilbrigðiskerfið í þágu almannahagsmuna.
„Við megum ekki láta skammtímahagsmuni ráða þegar kemur að því að byggja upp heilbrigðiskerfi sem á að þjóna
36
Samningaviðræður opinberra starfsmanna við ríkið hafa nú staðið yfir í rúmt hálft ár. Á þessu hálfa ári hefur nánast enginn árangur náðst. Því hafa opinberir starfsmenn vísað málinu til ríkissáttasemjara til að freista þess að ná einhverri niðurstöðu áður en við neyðumst til að grípa til aðgerða.
Vonbrigðin eru mikil því satt að segja lögðum við af stað í viðræðurnar full bjartsýni um breytta tíma og ný vinnubrögð. Fyrir utan almennar kröfur um launahækkanir og breytingar á einstökum
37
BSRB og önnur heildarsamtök og stéttarfélög opinberra starfsmanna óskar eftir því að stjórnvöld tryggi að starfsfólk ríkisstofnana þurfi ekki að nota orlofsdaga þurfi það að fara í sóttkví í orlofi sínu.
Í bréfi til Kjara- og mannauðssýslu ríkisins er bent á að borið hafi á því að ríkisstofnanir neiti að breyt
38
BSRB mun í samstarfi við önnur heildarsamtök launafólks höfða mál gegn ríki og sveitarfélögum vegna túlkunar á því hvernig ber að standa að greiðslum fyrir starfsfólk sem þarf að fara í sóttkví þegar það er í orlofi.
Bæði ríkið og sveitarfélögin telja að starfsfólk sem er í orlofi en þarf að fara í sóttkví eigi að ganga á orlofsdaga sína á meðan það er í sóttkví. BSRB og önnur samtök launafólks telja hins vegar að starfsfólk eigi rétt á að fresta orlofstöku sé því gert að sæta sóttkví
39
Ríkið fellst ekki á túlkun BSRB og annarra heildarsamtaka launafólks á því hvernig standa skuli að skráningu orlofs þegar starfsfólki er gert að sæta sóttkví og telur að starfsfólk eigi ekki rétt á að fresta orlofstöku sé því gert að sæta sóttkví.
BSRB, Alþýðusamband Ísland, Bandalag háskólamanna, Félag Íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands og Læknafélag Íslands sendu nýlega erindi á Kjara- og mannauðssýslu ríkisins til að freista þess að skýra réttarstöðu starfsfólks se
40
S igríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB, segir í viðtali við Fréttablaðið að þeir sem hafi breiðustu bökin þurfi að leggja meira fram til samneyslunnar. Flótti sé hafinn úr heilbrigðisgeiranum og varði miklu að verja grunnstoðirnar þótt mikil þensla sé í hagkerfinu og óvissa fram undan í efnahagsmálum..
„Kerfin okkar, heilbrigðiskerfið og velferðarkerfið, hafa verið vanfjármögnuð um árabil,“ segir Sigríður Ingibjörg. „Við erum með heil