Enn fækkar þeim feðrum sem nýta rétt sinn til fæðingarorlofs samkvæmt nýjum tölum frá Fæðingarorlofssjóði. Þá fækkar fjölda daga sem feður taka í orlof.
Breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna munu taka gildi í byrjun júní 2017. Tekin hafa verið saman svör við algengum spurningum um málið.
Ný rannsókn sýnir að algengast er að fólk í lægstu tekjuhópunum, sem og þeir sem eru með líkamlega fötlun, fresti ferðum til tannlæknis eða hætti við að fara.
Afar algengt er að brotið sé gegn ákvæðum kjarasamninga um hvíldartíma vaktavinnufólks. Þetta kom fram í máli sérfræðings á vinnufundi réttindanefndar BSRB.
Stjórn BSRB fagnar því að heilbrigðisráðherra ætli að standast þrýsting þeirra sem vilja hagnast á sjúklingum með því að hafna rekstri einkarekins sjúkrahúss.