Barnasáttmálinn 25 ára
Barnasáttmáli SÞ er 25 ára í dag. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til undirritunar og fullgildingar þann 20. nóvember 1989 og markaði tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna, þar sem sáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með réttindi, óháð réttindum fullorðinna.
20. nóv 2014