Fréttir

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
Barnasáttmálinn 25 ára

Barnasáttmálinn 25 ára

Barnasáttmáli SÞ er 25 ára í dag. Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna var lagður fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna til undirritunar og fullgildingar þann 20. nóvember 1989 og markaði tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna, þar sem sáttmálinn felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með réttindi, óháð réttindum fullorðinna.
Lesa meira
Mikið traust slökkviliðsins

Mikið traust slökkviliðsins

Um 98 prósent þátttakenda í nýrri könnun Capacent Gallup segjast bera mikið traust til slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Traust til þeirra mælist langt umfram það sem þekkist hjá helstu stofnunum samfélagsins. Þá segist svipað hlutfall þátttakenda telja Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) mikilvægt.
Lesa meira
SFR 75 ára

SFR 75 ára

SFR fagnar 75 ára afmæli sínu í dag, mánudaginn 17. nóvember. Starfsmannafélag ríkisstofnana, eins og félagið hét þar til nafnbreyting var samþykkt á aðalfundi 2004, var stofnað í Alþýðuhúsinu í Reykjavík árið 1939 og er í dag fjölmennasta aðildarfélag BSRB.
Lesa meira
Samstarfsyfirlýsing um jafnlaunastaðal

Samstarfsyfirlýsing um jafnlaunastaðal

Samstarfsyfirlýsing hefur verið undirrituð milli velferðarráðuneytisins, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, ASÍ, BHM, BSRB, KÍ, SA og Sambands íslenskra sveitarfélaga um fræðslu og ráðgjöf við innleiðingu á jafnlaunastaðli: ÍST 85:2012.
Lesa meira
Samningur SfK kynntur félagsmönnum

Samningur SfK kynntur félagsmönnum

Nýr kjarasamningur Starfsmannafélags Kópavogs veður kynntur í Salnum á miðvikudag 12.nóvember kl. 20:00. Önnur kynning verður síðan á fimmtudag 13. nóvember í Fannborg 6, 3. hæð, kl.13:00.
Lesa meira
SfK semur - verkfalli aflýst

SfK semur - verkfalli aflýst

Starfsmannafélag Kópavogs hefur náð samkomulagi við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Kópavogsbæjar. Fyrirhuguðu verkfalli sem átti að hefjast í morgun hefur því verið afstýrt í bili.
Lesa meira
Dagur gegn einelti

Dagur gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember er helgaður baráttunni gegn einelti í samfélaginu. Dagurinn verður að þessu sinni haldinn hátíðlegur í fjórða sinn föstudaginn 7. nóvember til að skólar geti nýtt virkan skóladag til að huga að þessu mikilvæga málefni.
Lesa meira
Saman um jafnrétti í 40 ár

Saman um jafnrétti í 40 ár

Niðurstöður úr norræna rannsóknarverkefninu; Hlutastörf, kyn og dreifing tekna, verða kynntar á norrænni ráðstefnu um jafnrétti á vinnumarkaði 12. nóvember. Erlendir og hérlendir fyrirlesarar fjalla um fjölmörg málefni tengd jafnrétti á vinnumarkaði á tveimur ráðstefnum um efnið 12. og 13. nóvember.
Lesa meira
LSS skrifar undir samning við sveitarfélögin

LSS skrifar undir samning við sveitarfélögin

Samninganefndir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna og Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga skrifuðu undir nýjan kjarasamning þann 30. október sl. Kynningarfundir um efni hins nýja samnings standa yfir og atkvæðagreiðsla vegna samninganna stendur yfir.
Lesa meira