Fulltrúi úr stjórn Starfsmannafélags Kópavogs (SfK) ásamt lögfræðingi BSRB áttu á mánudaginn sl. fund hjá ríkissáttasemjara. Þar kom fram að Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga (SNS) véfengir atkvæðagreiðslu félagsmanna SfK um boðað verkfall.
Heilbrigðis- og velferðarnefnd BSRB býður til opins fundar á morgun, föstudaginn 10. október kl. 15:00 á 1. hæð BSRB hússins að Grettisgötu 89. Þar mun Sigríður Lillý Baldursdóttir forstjóri Tryggingastofnunar sitja fyrir svörum nefndarmanna og gesta fundarins.
Stjórn BSRB samþykkti á stjórnarfundi sínum á Akureyri í dag tvær ályktanir sem fjalla um forgangsröðun í þágu heilbrigðismála og kjaradeilu Starfsmannafélags Kópavogs við Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir hönd Kópavogsbæjar.
BSRB birti á mánudag frétt þess efnis að störfum hjá ríkinu hefði fækkað um 10,6% frá árinu 2008. Vegna athugasemda Viðskiptaráðs við þá frétt vill BSRB árétta að eftirfarandi atriði skýra mismun þeirra talna sem VÍ og BSRB fara fram með:
Stjórn BSRB hefur sent frá sér ályktun þar sem fjallað er um neikvæða og villandi umræði í garð opinberra starfsmanna. Stjórnin mun í dag og á morgun funda á Akureyri.
Störfum hjá ríkinu hefur fækkað um 10,6% frá 2008. Ef litið er aftur til aldamóta má sjá að starfsmönnum ríkisins hefur fjölgað um 5,6% frá árinu 2000 á meðan fjöldi starfandi á vinnumarkaðnum öllum hefur aukist um 11,8%. Tölurnar eru byggðar á upplýsingum frá Hagstofunni og Fjármálaráðuneytinu.
Launamunur á milli opinbera og almenna markaðarins er 17% samkvæmt kjarakönnun SFR og samanburði við VR félaga. Borin voru saman laun á milli félagsmanna í sambærilegum störfum og sýndi það sig að enn er almenni markaðurinn talsvert á undan hinum opinbera í launaþróun.
Þann 13. október mun Samband lífeyrisþega ríkis og bæja efna til málþings þar sem fjögur erindi er varða hin ýmsu málefni lífeyrisþega verða flutt. Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB, Björk Vilhelmsdóttir borgarfulltrúi og formaður velferðarráðs, Ingibjörg Hjaltadóttir sérfræðingur í öldrunarhjúkrun á Landspítala og Erna Indriðadóttir fjölmiðlakona munu allar flytja erindi en ítarlegri dagskrá málþingsins má sjá hér að neðan.
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, var gestur í Síðdegisútvarpi Rásar 2 í gær. Þar fjallaði hún m.a. um rangfærslur í málflutningi formanns og varaformanns fjárlaganefndar.