Isavia greiði 7 milljónir vegna ólöglegrar uppsagnar
Fyrir skemmstu féll dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli félagsmanns BSRB og FÍF, félags íslenskra flugumferðarstjóra. Þar var Isavia ohf. gert að greiða félagsmanninum miskabætur vegna meiðandi framkomu í hans garð auk bóta vegna fjártóns af völdum ólöglegrar uppsagnar hans, samtals 7.000.000 króna auk málskostnaðar. Dómurinn er sá nýjasti sem Isavia hefur fengið á sig vegna sambærilegra mála á síðustu árum.
08. feb 2015