Aðalfundur BSRB 2014
Aðalfundur BSRB fer fram frá kl. 10-14:45 föstudaginn 16. maí 2014 að Grettisgötu 89. Fyrir hádegi verða flutt tvö erindi sem eru opin fjölmiðlum og öðrum sem áhuga hafa. Fyrra erindið flytur Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði við hjúkrunarfræðideild HÍ, og ber það yfirskriftina „Staða og framtíð félagslegrar heilbrigðisþjónustu á Íslandi“. Þar mun Rúnar m.a. kynna rannsóknir sínar á kostnaði sjúklinga vegna heilbrigðisþjónustu á Íslandi sem er að hluta unnin upp úr gögnum heilbrigðiskönnunarinnar Heilbrigði og lífskjör Íslendinga.
15. maí 2014