Mikill ávinningur af starfi VIRK
Í lok árs 2015 voru um 1900 einstaklingar í starfsendurhæfingarþjónustu á vegum VIRK en alls hafa rúmlega 9200 einstaklingar leitað til VIRK frá því að byrjað var að veita þjónustu í lok árs 2009. 5100 einstaklingar hafa lokið þjónustu, útskrifast, frá VIRK frá upphafi og um 70% þeirra eru virkir á vinnumarkaði við útskrift.
05. jan 2016