Loftlagsgangan í Reykjavík fer fram næsta sunnudag, þann 29. nóvember, göngum við Loftslagsgönguna í Reykjavík. Gangan er hluti af alþjóðlegri hreyfingu, Global Climate March, og ein af ríflega 1.500 göngum sem gengnar verða víða um heim sama dag.
Rúnar Vilhjálmsson, prófessor í félagsfræði, fjallar í Fréttablaðinu í dag um viðhorf Íslendinga til einkarekinnar og félagslegrar heilbrigðisþjónustu. Rúnar hélt erindi um sama efni á nýafstöðnu þingi BSRB þar sem kom m.a. fram að yfirgnæfandi stuðningur er við félagslega rekið heilbrigðiskerfi hér á landi.
Félagsmenn í Tollvarðafélagi Íslands hafa samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið. Kosningaþátttaka var rúmlega 91% og þar af sögðu 95% já við nýjum samningi, 4% höfnuðu honum og 1% seðla voru auðir.
Jafnréttisþing verður haldið þann 25. nóvember. Á jafnréttisþingi leggur félags- og húsnæðismálaráðherra fram skýrslu um stöðu og þróun jafnréttismála 2013–2015 en boðað er til þingsins í samræmi við lög nr. 10/2008, um jafnan rétt og jafna stöðu kvenna og karla. Jafnréttisþing er að þessu sinni haldið í samstarfi við mennta- og menningarmálaráðuneytið og fjölmiðlanefnd.
Samninganefnd bæjarstarfsmannafélaganna innan BSRB hefur gert kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Þá hafa SFR og St.Rv. einnig gert samning við Sambandið og er hann á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið á opinberum vinnumarkaði undanfarið.
Kjörstjórn Landssambands lögreglumanna koma framan í dag á skrifstofu lögreglustjórans á Suðurnesjum ásamt Kristjáni B.Thorlacius hrl. til að meta niðurstöður kosninga um nýjan kjarasamning LL.
Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar hefur samið við Reykjavíkurborg. Þá hefur SFR einnig samið við Reykjavíkurborg og Isavia en eftir á að semja við fleiri aðila, s.s. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu.
Félag starfsmanna stjórnarráðsins hefur samþykkt nýjan kjarasamning sem undirritaður var á dögunum við ríkið. Þá hefur Starfsmannafélag Suðurnesja samþykkt nýjan kjarasamning sem félagið gerði við ríkið vegna starfsmanna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.
Kjarasamningur SFR og ríkisins sem undirritaður var 28. október síðastliðinn hefur verið samþykktur með yfirgnæfandi meirihluta. Atkvæðagreiðslu lauk nú um hádegið. Já sögðu 92,36% eða 2213. Nei sögðu 139 eða 5,8%. Alls greiddu 2396 atkvæði um samninginn eða rúmlega 60%.