Fréttasafn

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
SLFÍ samþykkir nýjan kjarasamning

SLFÍ samþykkir nýjan kjarasamning

Sjúkraliðafélag Íslands (SLFÍ) hefur samþykkt nýjan kjarasamning við ríkið í atkvæðagreiðslu félagsmanna. Alls greiddu 59,9% þeirra sem voru á kjörskrá atkvæði. Af þeim sem greiddu atkvæði sögðu 96,25% já en 3,30% höfnuðu samningnum. Auðir og ógildir seðlar voru 3.
Lesa meira
Staða kjarasamninga BSRB félaga

Staða kjarasamninga BSRB félaga

Fjölmörg aðildarfélög BSRB eiga enn eftir að klára nýja kjarasamninga og eru þó nokkrir fundir fyrirhugaðir milli samningsaðila í dag og næstu daga. Nú þegar hafa Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins og Póstmannafélag Íslands samþykkt nýja kjarasamninga og þá hefur Félag opinberra starfsmanna á Vestfjörðum samþykkt nýjan samning fyrir þá starfsmenn sem starfa hjá Orkubúi Vestfjarða. Einnig hefur Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar undirritað kjarasamning við Orkuveituna fyrir starfsmenn St.Rv sem starfa þar. Kjarasamningurinn verður kynntur á næstu dögum og greiddur um hann atkvæði.
Lesa meira
Kosið um nýja kjarasamninga

Kosið um nýja kjarasamninga

Kosningar um nýja kjarasamninga hjá SFR og Sjúkraliðafélagi Íslands standa nú yfir en kosning um kjarasamninga Landssambands lögreglumanna hefst á morgun.
Lesa meira
Ályktun um fjölskylduvænna samfélag

Ályktun um fjölskylduvænna samfélag

Mikið var fjallað um fjölskylduvænar áherslur á nýafstöðnu þingi BSRB. Að lokinni setningarræðu Elínar Bjargar Jónsdóttur formanns BSRB tók fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson til máls. Undir lok ávarp síns afhenti hann formanni BSRB yfirlýsingu þar sem stjórnvöld lýsa vilja til þess að kanna með tilraunaverkefni hvort unnt sé að stytta vinnutíma án launaskerðingar og ná fram gagnkvæmum ávinningi starfsfólks og stofnana.
Lesa meira
Yfirlýsing frá Starfsmannafélagi Rúv

Yfirlýsing frá Starfsmannafélagi Rúv

Starfsmannafélag Rúv hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna villandi umræðu um Ríkisútvarpið síðustu daga. Í yfirlýsingunni eru ráðamenn hvattir til að notast við staðreyndir þegar þeir fjalla um Rúv. Yfirlýsinguna í heild má sjá hér að neðan:
Lesa meira
Vel heppnað þing að baki

Vel heppnað þing að baki

Þingi BSRB var slitið á föstudaginn síðasta þar sem hátt í 240 félagsmenn BSRB komu saman m.a. til að vinna að stefnu bandalagsins til næstu þriggja ára. Unnið var í nokkrum málsstofum sem fjölluðu um ólík efni og vinnur skrifstofa bandalagsins nú að því að vinna úr niðurstöðum þeirra. Á næstunni verður stefna næstu þriggja ára gefin formlega út ásamt ályktunum þingsins.
Lesa meira
Elín Björg endurkjörin – Ný stjórn BSRB

Elín Björg endurkjörin – Ný stjórn BSRB

Elín Björg Jónsdóttir var í dag endurkjörin formaður BSRB á 44. þingi bandalagsins sem staðið hefur yfir í Reykjavík síðustu þrjá daga. Þá var Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, endurkjörinn 1. varaformaður BSRB og Garðar Hilmarsson, formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, var endurkjörinn 2. varaformaður BSRB. Bæði formaður og varaformennirnir tveir voru sjálfkjörin í embætti þar sem engin mótframboð bárust.
Lesa meira
Ályktun stjórnar BSRB um heilbrigðismál

Ályktun stjórnar BSRB um heilbrigðismál

Þing BSRB vinnur nú að afgreiðslu þingmála, ályktana og stefnu BSRB. Í gær afgreiddi stjórn BSRB ályktun og heilbrigðismál sem byggð er á niðurstöðum rannsóknar prófessors Rúnars Vilhjálmssonar á heilsu og lífsháttum Íslendinga.
Lesa meira
Þing BSRB: Kosningar og afgreiðsla mála í dag

Þing BSRB: Kosningar og afgreiðsla mála í dag

Síðasti dagur 44. þings BSRB hófst kl. 9 í morgun. Eftir hádegi verður gengið til kosninga. Kosið verður í embætti BSRB, þ.e. embætti formanns, 1. varaformanns og 2. varaformanns. Auk formannanna þriggja mun ný stjórn BSRB verða skipuð sex meðstjórnendum sem verða kosnir sérstakri kosningu.
Lesa meira