Jafnréttisnefnd BSRB boðar til morgunverðarfundar þriðjudaginn 2. júní nk. kl. 8:30-10:00 undir yfirskriftinni: Hvernig búum við til fjölskylduvænna samfélag?
Fulltrúar NFS, Norræna verkalýðssambandsins, gáfu FIFA í dag rauða spjaldið á þingi NFS sem fer fram þessa dagana í Köge í Danmörku. Innan NFS eru öll helstu heildarsamtök launafólks á Norðurlöndunum, þar á meðal BSRB.
Morgunfundur fer fram á morgun, fimmtudaginn 28. maí, þar sem stjórnendur þriggja tæknifyrirtækja segja frá því hvernig unnið er að jafnrétti í þeirra fyrirtækjum. Í lok fundar verða síðan Hvatningarverðlaun jafnréttismála afhent í annað sinn. Fundurinn er ætlaður stjórnendum og öðrum sem áhuga hafa á auknu jafnrétti í íslensku viðskiptalífi.
Ársfundur Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins fór fram í dag þar sem m.a. koma fram að samanlagðar eignir allra deilda LSR eru 535,5 milljarðar kr. og hafa hækkað um 50,5 milljarða kr. frá árinu á undan. Árni Stefán Jónsson, varaformaður formaður BSRB og stjórnarformaður LSR flutti ávarp á fundinum þar sem hann fjallaði m.a. um góða ávöxtun eigna sjóðsins á árinu en jafnframt um vandann sem tryggingarfræðileg staða LSR stendur frammi fyrir.
Félagsdómur í máli nr. 1/2015, Sjúkraliðafélagið gegn Akureyrarbæ. Sjúkraliðafélagið (SLFÍ) krafðist þess að viðurkennt yrði að starfandi sjúkraliðar á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hlíð og á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð á Akureyri falli undir starfsheitið „Sjúkraliði B“ samkvæmt grein 1.3.1 í kjarasamningi aðila. Akureyrarbær krafðist sýknu.
Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins um launajafnrétti kynnti í morgun á fundinum Kyn, starfsframi og laun niðurstöður rannsóknarverkefna hópsins. Annars vegar er um að ræða fyrstu rannsókn, sem gerð hefur verið hér á landi á kynbundnum launamun, sem tekur til vinnumarkaðarins í heild og hins vegar rannsóknarskýrslu um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði.
Ársfundur LSR og LH verður haldinn fimmtudaginn 21. maí kl. 15 í húsnæði LSR við Engjateig 11, 105 Reykjavík. Fundurinn er opinn öllum sjóðfélögum og launagreiðendum.
Óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi var 18,3% árið 2014 og hefur minnkað frá fyrra ári úr 19,9%. Munurinn var 19,9% á almennum vinnumarkaði en 13,2% hjá opinberum starfsmönnum, þar af var munurinn 14,1% hjá ríki og 6,7% hjá sveitarfélögum. Þetta kemur fram í frétt á vef Hagstofunnar.