
Ávarp Sonju Ýr Þorbergsdóttur á 46. þingi ASÍ
Efnahagsmálin hafa verið okkur ofarlega í huga vegna hárrar verðbólgu og vaxta. Þrengt hefur verulega að heimilunum, það fjölgar í þeim hópi sem ekki nær endum saman og stéttskipting eykst. Á sama tíma er fámennur hópur í samfélaginu sem græðir á þessu ástandi. Það blasir við okkur neyðarástand þegar horft er til félagslegrar stöðu fjölmennra hópa samfélagsins og félagslegra innviða.
16. okt 2024
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, 46. þing ASÍ