Sundurliðuð gögn KTN um launaþróun liggja fyrir til janúar 2025 og er töluverður munur á þróun milli markaða frá upphafi samningalotunnar í febrúar 2024. Laun hækkuðu mest á almenna markaðnum þar sem tvær kjarasamningsbundnar hækkanir komu til framkvæmda en minna á opinberum markaði þar sem aðeins ein hækkun var á tímabilinu og samningum kennara var ólokið.
Meðal efnis skýrslunnar er ítarleg umfjöllun um 47. þing BSRB sem haldið var á starfsárinu, helstu málefni og verkefni formannaráðs, stjórnar og skrifstofu. Þá er farið yfir öll helstu verkefni sem unnin hafa verið frá síðasta aðalfundi sem var í maí 2024.
Sonja hvatti verkalýðshreyfinguna til að tala máli innflytjenda og styðja baráttu fatlaðra og hinsegin fólks og stuðla þannig að inngildingu og aukinni öryggistilfinningu í samfélaginu. Brúarsmíð væri eitt af mikilvægustu verkefnum á okkar tímum.
Arfleifð Rauðsokkahreyfingarinnar er allt um lykjandi – og hefur mótað samfélagið okkar á ótal vegu,“ sagði Sonja meðal annars. „Barátta þeirra skilaði okkur auknum réttindum, breytti hugmyndum okkar um réttlæti og gildi samstöðunnar og sýndi okkur að það má vera gaman í baráttunni – og að húmor og myndræn framsetning skila oft meiru en orðasalat og neðanmálsgreinar.“