Vinnustaðir bregðist ekki nægjanlega vel við kvörtunum um kynferðislega áreitni, segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, lögfræðingur BSRB, í viðtali við Mannlíf.
Formannaráð BSRB fordæmir harðlega bónusgreiðslur til stjórnenda fyrirtækja og launakjör þeirra sem eru í engu samræmi við raunveruleika íslensk launafólks.
Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 þann 24. október og mæta á samstöðufund undir kjörorðinu: Breytum ekki konum, breytum samfélaginu!
Það er löngu tímabært að móta heildstæða heilbrigðisstefnu. BSRB mun taka fullan þátt í samráði sem ráðherra hefur boðað um framtíð heilbrigðiskerfisins.
Ríkissáttasemjari hefur nú bætt við einni námstefnu í samningagerð til að tryggja að sem flestir sem sæti eiga í samninganefndum geti setið námstefnurnar.