1
Morgunverðarfundur verður haldin þann 20. maí 2015 kl. 08.00 – 10:00 á Grand Hótel Reykjavík þar sem kynntar verða niðurstöður rannsóknar um kynbundinn launamun og skýrsla um stöðu kvenna og karla á vinnumarkaði.
Aðgerðahópur stjórnvalda og samtaka aðila vinnumarkaðarins var skipaður þann 20. desember 2012 í tilraunaskyni til tveggja ára. Í október 2014 var skipunartími hans framlengdur um tvö ár. Verkefni aðgerðahópsins eru meðal annars að vinna að samræmingu rannsókna á kynbund
2
Jafnréttismál eru kvikur málaflokkur þar sem þekkingu fleygir fram og viðmið breytast reglulega. Í kjölfarið verða oft til ný lög og nýjar reglur. Eitt af því sem hefur breyst undanfarin ár er að nú hefur fólk rétt til þess að skilgreina kyn sitt ... sjálft. Þetta breyttist með lögum um kynrænt sjálfræði sem tóku gildi um mitt ár 2019. Kynin eru því ekki lengur bara tvö, karl og kona, heldur þarf að gera ráð fyrir fólki sem skilgreinir sig fyrir utan hið hefðbundna kynjakerfi. Markmiðið er að bæta ... stéttarfélög og vinnustaðir að hafa í huga, því lögin leggja skyldu á opinbera aðila og einkaaðila sem skrásetja kyn að gera ráð fyrir hlutlausri skráningu. Alls kyns gagnasöfn, eyðublöð og fleira gæti því þurft að uppfæra.
Einnig þarf að huga að þessu ... þegar auglýst er eftir starfsfólki. Áður var algengt að sjá í atvinnuauglýsingum að konur og karlar væru hvött til að sækja um, en nú er eðlilegt að hvetja fólk af öllum kynjum til að sækja um.
Lögin gera ráð fyrir því að kynin séu ekki tæmandi talin ... þar sem fólk fær sjálft að skilgreina sitt kyn, en lagaskyldan er þó uppfyllt með því að gera ráð fyrir þriðja flokki sem kallast í lögunum hlutlaus. Þjóðskrá hefur ákveðið, í samvinnu við Samtökin 78, að einstaklingar sem óska eftir hlutlausri skráningu séu
3
Kyn, starfsframi og laun niðurstöður rannsóknarverkefna hópsins. Annars vegar er um að ræða fyrstu rannsókn, sem gerð hefur verið hér á landi á kynbundnum launamun, sem tekur til vinnumarkaðarins í heild og hins ... til áranna 2008 til 2013. Með tölfræðilegum aðferðum er metið hvaða áhrif einstaka þættir, s.s. kyn, menntun, aldur, starfsaldur og atvinnu- og starfsgrein, hafa á laun. Þegar horft er til alls gagnatímabilsins kemur í ljós að þannig metinn kynbundinn
4
Í frétt á vef Hagstofunnar kemur fram að óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi, reiknaður samkvæmt aðferðafræði evrópsku hagstofunnar Eurostat, var 19,9% árið 2013 og jókst ... til þess að starfsval kynjanna er oft á tíðum ólíkt. Þá ber að athuga að greidd laun fyrir yfirvinnu og fjöldi yfirvinnustunda er inni í útreikningum en hver yfirvinnustund er að jafnaði dýrari en hver stund í dagvinnu. Því meiri yfirvinna sem er inni í laununum ... , því hærra verður tímakaupið og því hefur ólíkt vinnutímamynstur kynjanna áhrif á niðurstöðurnar. .
Karlar vinna að jafnaði meira en konur og voru vikulegar greiddar stundir ... fullvinnandi karla 44,2 að meðaltali árið 2013 en vikulegar greiddar stundir fullvinnandi kvenna voru 41,9. Með því að reikna óleiðréttan launamun á þennan hátt fæst ákveðin mynd af launamyndun kynjanna á vinnumarkaði sem kann að skýrast af þeim þáttum
5
Ákvarðanir stjórnvalda geta haft ólík áhrif á fólk eftir kyni. Kynjuð fjárlagagerð greinir þessi áhrif svo hægt sé að taka ákvarðanir byggt á þeim.
Kynjuð fjárlagagerð hefur verið til umræðu í íslensku samfélagi í nokkur ár ... . En hvað er kynjuð fjárlagagerð? Í stuttu máli má segja að ákvarðanir varðandi útgjöld og tekjuöflun ríkisins geta haft mismunandi áhrif á kynin vegna ólíkrar stöðu þeirra. Einstakar ákvarðanir, til dæmis varðandi skattlagningu, gjaldtöku og í hvaða málaflokka fé ... kynjaðrar fjárlagagerðar ljósi er varpað á stöðu kynjanna á öllum málaflokkum. Þessi tvö skjöl, fimm
6
sem stuðlar að jafnrétti kynjanna á heimilum,“ sagði Elín Björg.
Hún sagði mikilvægt að leita leiða til að samspil skóla, atvinnulífs og fjölskyldna sé sem best við innleiðingu á fjölskylduvænu samfélagi.
Starfsdagar, vetrarfrí ... Björg sagði fjölmörg verkefni í kjarabaráttunni og margar ástæður fyrir ójafnrétti. Til að eyða launamuni kynjanna verði að ráðast að rótum vandans. „Með því að karlar jafnt sem konur axli ábyrgðina í fæðingarorlofi barna og umönnun fram að leikskóla ... og við erum upplýstari um þær áskoranir sem eru til staðar og einnig hvaða ástæður liggja þar að baki. Það er lykillinn að breytingum. Verkefnin í kjarabaráttunni eru víða og ástæðurnar fyrir ójafnrétti eru margþættar. Til að eyða launamuni kynjanna verðum ... aukinn þátt í umönnunar- og heimilisstörfum, sem stuðlar að jafnrétti kynjanna á heimilum.
Við innleiðingu á fjölskylduvænu samfélagi er mikilvægt að leitað sé leiða til að samspil skóla, atvinnulífs og fjölskyldna sé sem best. Starfsdagar ....
Launamun kynjanna má að miklu leyti rekja til kynjaskiptingu starfa. Það er hægt að benda á tvær leiðir til að berjast gegn henni. Við getum annars vegar barist fyrir hækkun launa kvennastétta. En það sem er hins vegar árangursríkara til framtíðar
7
meiri sem feli í sér aukið jafnrétti kynjanna, það geti brotið upp kynskiptan vinnumarkað feli í sér meiri sanngirni og réttlæti í launum.
Jafnvirðisákvæði í íslenskri löggjöf í 65 ár.
Jafnlaunaákvæði íslensku ... jafnréttislaganna byggir á jafnlaunasamþykkt ILO frá 1951 sem fullgild var hér á landi 1958. En í núgildandi lagaákvæði segir að konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá skulu greidd jöfn laun og njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt ... störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni.
Þrátt fyrir það að lög um launajafnrétti hafi verið í gildi í nærri 65 ár er launamunur enn töluverður hér á landi.
Kynskiptur ... í staðalímyndir kynjanna. Ólaunuð vinna kvenna sem áður fór fram inni á heimilum er því minna metin en launuð vinna karla sem yfirfærist á störfin þegar þau flytjast út af heimilum og inn á mennta- og heilbrigðisstofnanir. Þannig er kynskiptur vinnumarkaður ein ... meginskýringin á þeim launamun sem enn er til staðar.
Réttlætis- og sanngirnissjónarmið.
Sé tekið dæmi um 10% launamun kynjanna virðist prósentutalan kannski ekki ýkja há en fyrir konu með 750 þús. kr. í laun á mánuði þýðir
8
í grein sem birtist í Fréttablaðinu í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Kynskiptur vinnumarkaður er ein af helstu ástæðunum fyrir launamuni kynjanna. Flestir þekkja þá staðreynd að konur eru mikill meirihluti starfsmanna í uppeldis ... #kvennastarf, átaki sem ætlað er að brjóta niður úreltar hugmyndir um náms- og starfsval kynjanna. Þá bendir hún á mikilvægi foreldra, sem hafa mikil áhrif á náms- og starfsval barna sinna ... stöðu og jöfnum möguleikum kvenna og karla. Þetta er ofarlega í huga í dag, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Við þurfum að beina auknum kröftum að því að vinna gegn einni af stærstu ástæðunum fyrir launamuni kynjanna, sem er mikil kynjaskipting ... á vinnumarkaði. Það þekkja flestir að konur eru í miklum meirihluta í uppeldis- og umönnunarstörfum og á meðan karlar eru í verk- og tæknigreinum.
Við búum í samfélagi þar sem hugmyndir um hlutverk kynjanna og staðalímyndir eru rótgrónar. Þessi sýn ... af öðru kyninu takmarkar það líkurnar á því að einstaklingar af hinu kyninu velji sér þann starfsvettvang. Þetta þýðir að valmöguleikarnir eru færri og takmarkar frelsi einstaklingsins.
Við verðum að vinna að fjölbreyttum langtímaaðgerðum á öllum
9
Umræður um að konur séu meira fjarverandi frá vinnu en karlar byggja á röngum forsendum, að mati höfundar skýrslu um fjarvistir vegna veikinda og kyn á Norðurlöndunum. Í skýrslunni kemur fram að frekar eigi að leggja áherslu á að sumar ... vegna veikinda og kyn en þar er að finna viðtal við Söru Hultqvist, höfund skýrslunnar. Markmiðið með vinnunni var að fá yfirsýn yfir sálfræðilega heilsu á Norðurlöndunum og muninum á kynjunum þegar kemur að henni.
Vitum lítið um ástæðurnar.
Skýrslan sýnir að fjarvistir kenna vegna veikinda eru meiri en fjarvistir karla á öllum Norðurlöndunum. Þar kemur fram að algengt sé að þrjár skýringar séu á þessum muni á kynjunum. Sú fyrsta er það sem kallað hefur verið tvöfalt vinnuálag kvenna.
Sara telur að stór hluti ástæðunnar fyrir mismiklum fjarvistum kynjanna vegna veikinda sé kynskiptur vinnumarkaður þar sem kvennastörfin séu metin minna virði en karlastörfin. Samkvæmt nýlegri sænskri rannsókn er það einkennandi fyrir kvennastéttir ... að þar eru vandamál í vinnuumhverfinu, meiri líkur á heilsufarsvandamálum og meiri líkur á að starfsmenn hætti störfum vegna veikinda eða óánægju.
Vegna þessa þarf að rannsaka málið út frá starfsgreinum en ekki kyni, til dæmis mætti skoða starfsfólk leikskóla
10
Launamunur kynjanna hefur verið vandamál á Íslandi, sem og í öllum öðrum löndum, í áratugi. Fyrsta alþjóðasamþykktin um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf er samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 100 frá 1951. Fyrstu lög ... um launajafnrétti kynjanna voru samþykkt á Íslandi árið 1961. Áður en þau komu til voru launataxtar kvenna lægri en karla, og þótti það hið eðlilegasta mál. Íslensku lögin tóku til starfa í almennri verkamannavinnu, verksmiðjuvinnu og verslunar- og skrifstofuvinnu ... og skyldu laun kvenna hækka í áföngum þar til þau yrðu jöfn launum karla. Þannig átti að nást fullnaðarsigur í jafnréttisbaráttunni á sex árum.
Frumvarpshöfundum varð ekki að ósk sinni, og var launamunur kynjanna tæp 15 prósent árið 2017 en tæp 14 ... prósent ef aðeins þau sem eru í fullu starfi eru skoðuð. Þetta er staðan þrátt fyrir að í gildi hafi verið lög um launajafnrétti kynjanna frá 1961.
Núgildandi jafnréttislög eru frá 2008 og er kveðið á um það í 19. grein laganna að konum og körlum ... áhrif á launamun kynjanna. Þó hafa verið nefndar áhyggjur af því að hún taki ekki nægilega tillit til þess hversu kynskiptur vinnumarkaðurinn á Íslandi er, þar sem skylda til vottunar tekur aðeins til hvers og eins fyrirtækis eða stofnunar
11
fram í umsögn bandalagsins um frumvarp um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna..
Bandalagið kallar eftir því að lagðar verði skyldur á fyrirtæki og stofnanir að birta með reglubundnum hætti ákveðna tölfræði úr launabókhaldi, annað hvort opinberlega ... eða fyrir starfsfóli og trúnaðarmönnum. Sem dæmi gæti fyrirtækjum og stofnunum verið skylt að birta árlega upplýsingar um meðaltal og miðgildi launa, brotið niður eftir kyni.
Í umsögn BSRB er tekið fram að hægt væri að skilyrða þessa skyldu við atvinnurekendur ... þessar skyldur.
Eins og fram kemur í umsögninni hafa fjölmargar alþjóðastofnanir og fræðimenn komist að þeirri niðurstöðu að launagagnsæi geti verið mikilvægt skref í að stuðla að launajafnrétti kynjanna. BSRB hefur beitt sér fyrir jafnrétti ... og eftirfylgni vottunar.
Að lokum leggur bandalagið til í umsögn sinni að forgangsregla jafnréttislaga verði lögfest með skýrum hætti. Reglan kom fyrst fram í dómi Hæstaréttar, og er inntak hennar það að veita skuli umsækjanda af því kyni sem hallar ... jafnréttismála.
Lestu umsögn BSRB um frumvarp til laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna í heild
12
á öllum sviðum. Hún sagði ákvörðunina um að veita Samtökum kvenna af erlendum uppruna vera góða áminningu um að jafnrétti snýst um fleira en jafnrétti kynjanna. Mismunun geti verið af ýmsum toga og gegn henni verði alltaf að berjast. Hún minntist í þessu ... stofnun annist stjórnsýslu jafnréttismála sem taki til jafnréttis kynjanna sem og jafnrar meðferðar óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð eða kynvitund ... á innviðum og starfsemi en augljóst er að stjórnendum hefur á tímabilinu orðið ljós gagnsemi þess að hafa jafnrétti kynjanna ávallt að leiðarljósi. Í ljósi þess að orkugeirinn er karllægur geiri var fyrir þrem árum tekin sú ákvörðun hjá stjórnendum ... fyrirtækisins að gera breytingar í þá veru að nýta starfskrafta beggja kynja jafnt, meta kynin jafnt og veita kynjunum jafna möguleika. Fyrirtækið vildi vera öðrum fyrirtækjum í geiranum fyrirmynd, standa vörð um hlut kvenna og breyta viðhorfum til staðalmynda ... kynjanna. Í því skyni hefur fyrirtækið unnið að almennri kynjasamþættingu í starfseminni auk þess að uppfylla lagaskyldur og hafa í gildi metnaðarfulla jafnréttisáætlun með aðgerðum sem tryggja starfsfólki réttindi samkvæmt lögum. Með kynjasamþættingu
13
Jafnréttisnefnd BSRB tekur á hverju ári saman kynjabókahald í samræmi við stefnu BSRB um jafnréttismál. Mikilvægt er fyrir BSRB að greina lykiltölur eftir kynjum á helstu sviðum í starfsemi bandalagsins ... aðildarfélaga, stjórnar og skipaðra fulltrúa á vegum BSRB. Einnig hlutföll kynja félags- stjórnar og nefndarmanna aðildarfélaganna, kynjahlutföll tilnefndra fulltrúa nefnda stjórnar og ráða á vegum BSRB. Bandalagið tilnefnir árlega fjölda manns til hvers kyns ... bandalagsins eru skoðaðar sést að tæplega 60% stjórnarmanna eru konur en rúmlega 40% karlar. .
Íslenskur vinnumarkaður er mjög kynskiptur en með því er átt við að hlutur annars kynsins ... Íslands og Tollvarðafélag Íslands. Á meðfylgjandi mynd má glöggt sjá hversu ráðandi hlutur annars kynsins er í þessum félögum..
Bandalagið hvetur fagfélögin eindregið til að vekja ... á stjórnvöld að aðstoða við að rétta hlut kynjanna af innan ákveðinna starfsstétta
14
Í samanburði sem Efnahags- og framfarastofnunin OECD birti í tilefni af alþjóðlega jafnlaunadeginum má sjá að launamunur kynjanna er meiri á Ísland en sem nemur meðaltali OECD ríkjanna allra. Þannig er Ísland í 26. sæti á lista yfir 38 lönd. Þó að vissulega ... kynjanna. Í því felst meðal annars að konur og karlar gegna ólíkum störfum á vinnumarkaði og kynjaskipting milli starfsgreina er áberandi. Konur eru í miklum meirihluta starfsfólks á opinberum vinnumarkaði líkt og í heilbrigðisþjónustu, félagsþjónustu ... og menntakerfinu. Laun karla eru þó alltaf hærri en kvenna óháð því hvort þeir starfa á almennum eða opinberum vinnumarkaði.
Launamunur kynjanna er staðreynd.
Þegar fjallað er um launamun kynjanna er gjarnan litið til mismunandi mælikvarða og sitt sýnist hverjum hvað ber að líta til hverju sinni. Sú staðreynd að ekki er til einn algildur mælikvarði á launamun kynjanna hefur gert umræðunni erfitt ... fyrir þar sem hártoganir um tölfræðilegar skilgreiningar vandans hafa tafið fyrir áherslu á lausnir. Launamunur kynjanna endurspeglar flókin samfélagsleg viðfangsefni sem erfitt getur reynst að túlka með einni tölu. Því er þörf á mismunandi mæliaðferðum sem endurspegla
15
.
Stofnfélagar Póstmannafélagsins voru 11, þar af tvær konur. Þá voru mánaðarlaun hjá konum 100 kr. og 157 kr. hjá körlum. Eitthvað hefur dregið saman með kynjunum í launum á þessum tæpu hundrað árum en skv. kjarakönnun BSRB frá síðasta ári er þó enn óútkýrður ... munur á launum kynjanna..
Núverandi félagsmenn Póstmannafélagsins eru rúmlega 800 þar af eru konur tæplega 60%. BSRB óskar Póstmannafélaginu hjartanlega til hamingju með daginn
16
Það nægir ekki að vinna að jafnrétti á vinnumarkaði, karlar verða að taka aukinn þátt í heimilisstörfum og umönnun barna sinna til að jafnrétti kynjanna verði að veruleika. Þetta var meðal þess sem rætt var á ráðstefnu um jafnréttismál ... sem fram fór í Kaupmannahöfn nýlega.
Á ráðstefnunni var fjallað um jafnréttismál út frá sjónarhorni beggja kynja og áhersla lögð á að fá fram sjónarmið karla ... um hvernig hægt sé að vinna að því að jafna hlut kynjanna á vinnumarkaði og í samfélaginu í heild. Ráðstefnan var haldin með svokölluðu rakarastofusniði (e ... . barbershop) sem ætlað er að hvetja karla til að taka þátt í umræðu um jafnrétti kynjanna.
„Vandinn er að karlar taka ekki nægileg mikinn þátt í heimilisstörfum,“ sagði Gary Barker, forseti ... tæki til að ná jafnrétti bæði á vinnumarkaði og heimilum. Til þess að fæðingarorlofið nái þeim markmiðum verði bæði kynin að fá fæðingarorlof, það verði að vera jafn langt fyrir bæði feður og mæður, og það verði að vera skýrt að ekki sé hægt að færa
17
er lykilþáttur í að leiðrétta þessa stöðu kvenna á vinnumarkaði og til að auka líkur á að lífið verði fjölskylduvænna.
Sjúkraliðafélag Íslands hefur árum saman beitt sér fyrir styttingu vinnuvikunnar og litið til þess að jafna þurfi stöðu kynjanna ... á vinnumarkaði. Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar um jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði og í niðurstöðum þeirra má sjá að konur bera þungan af heimilishaldi, og að samanlagður vinnutími kvenna í vinnu og á heimili er 30% lengri en hjá körlum ... hlutverkarugling og meiri starfsánægju en karlar. Bæði kynin upplifðu hins vegar minna starfsálag. Þá voru einnig gerðar hagrænar mælingar þar sem litið var til veikindafjarvista, yfirvinnu, skilvirkni og árangurs. Í ljós kom að stytting vinnuvikunnar hefur jákvæð ... áhrif á árangur og skilvirkni starfseminnar.
Það er þekkt að fyrirkomulag vinnutíma er mikilvæg forsenda þess til að jafna aðkomu kynjanna að fjölskyldulífi og þátttöku á atvinnumarkaði. Stytting vinnuvikunnar leiðir til þess að konur fari síður
18
Í árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins þar sem fjallað er um stöðu jafnréttis kynjanna í 144 ríkjum er Ísland í fyrsta sæti, áttunda árið í röð. Þrátt fyrir það eru 83 ár í að fullu jafnrétti kynjanna verði náð hér á landi, haldi ... , að því er fram kemur á vef Velferðarráðuneytisins. Það er að því gefnu að þróunin í átt að jafnrétti kynjanna haldi áfram á sama hraða á komandi árum og undanfarið. . Ísland er, eins og áður segir, í fyrsta sæti listans yfir þau ríki ....
Þarf að uppræta launamisrétti.
Jafnréttismál eru hornsteinn í stefnu BSRB. Bandalagið hefur tekið þátt í baráttunni fyrir auknu jafnrétti kynjanna undanfarin ár. Það er augljóslega óásættanlegt að bíða í 83 ár eftir því að fullu jafnrétti verði náð. Í raun
19
Samkvæmt jafnréttislögum skulu atvinnurekendur vinna markvisst að því að jafna stöðu kynjanna innan sinna vinnustaða, stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf og leggja sérstaka áherslu á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar ... jafnréttissjónarmiða með sérstakri áherslu á að uppræta valdamisræmi í hvers kyns ákvörðunartöku er lykillinn að því að aldrei þurfi nokkur að segja aftur #metoo. Formannaráð BSRB skorar því á atvinnurekendur að taka næsta skref með athugun á vinnumenningu og greiningu
20
að því er varðar launajafnrétti kynja á vinnustöðum. Markmið hans er að auðvelda atvinnurekendum að koma á og viðhalda launajafnrétti kynja á vinnustað sínum. Jafnframt gefst þeim sem uppfylla skilyrði ... . 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, er fjallað um þá skyldu atvinnurekanda að tryggja jafnrétti kynja innan fyrirtækis síns eða stofnunar, m.a. með samþykkt sérstakrar jafnréttisáætlunar eða eftir atvikum með samþættingu