1
Viljayfirlýsing hefur verið undirrituð um uppbyggingu Bjargs á allt að 505 nýjum íbúðum í Reykjavík. . . Sjá ... hér frétt á vef Reykjavíkurborgar en þar segir m.a.:. .
" Bjarg, íbúðafélag verkalýðshreyfingarinnar hefur byggt upp leiguíbúðir fyrir félagsfólk af miklum krafti á undanförnum árum. Á næstu tveimur ... árum verður lokið við að uppfylla viljayfirlýsingu við félagið frá 12. mars 2016 um 1.000 íbúðir í Reykjavík. Bjarg hyggst byggja um 100 íbúðir í Reykjavík á ári eftir það til að mæta þörf sinna félaga. Reykjavíkurborg hefur þegar veitt Bjargi ... var samþykkt viljayfirlýsing fyrir allt að 505 íbúðir sem gert er ráð fyrir að komi til úthlutunar á árunum 2024-2028. Bjarg getur á næstu árum byggt allt að 905 íbúðir á 17 reitum sem eru staðsettir víða um borgina ... úthlutun þeirra er á árunum 2022-2024. . Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Bjargs
2
BSRB býður félagsmenn og aðra áhugasama velkomna á morgunverðarfund milli klukkan 8 og 9 miðvikudaginn 13. september í húsnæði bandalagsins við Grettisgötu 89.
Á fundinum verður fjallað um Bjarg íbúðafélag, hver staða félagsins er í dag ... og framtíðarsýnina.
Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags mun opna fundinn með erindi um verkefni félagsins og framtíðarsýn.
Arkitekt frá THG arkitektum mun fjalla um útlit og hönnun íbúða fyrir Bjarg.
Boðið
3
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri tók ásamt fleirum fyrstu skóflustunguna að nýjum íbúðum Bjargs íbúðafélags í Hraunbæ 133 fyrr í vikunni.
ÍAV munu byggja alls 64 íbúðir í þriggja til fimm hæða lyftuhúsi. Reiknað er með að fyrstu íbúðirnar ... fari í útleigu 1. október 2022 en opnað verður fyrir umsóknir í lok árs 2021.
Úthlutanir íbúða hjá Bjargi eru út frá númeri á biðlista og skráningar gerast rafrænt í gegnum ... „mínar síður“ á vef Bjargs. Bjarg var stofnað árið 2016 af BSRB og ASÍ og er félaginu ætlað að byggja upp og leigja út íbúðir til tekjulágra félagsmanna án hagnaðarsjónarmiða
4
Uppbyggingin hjá Bjargi íbúðafélagi, sem stofnað var af BSRB og ASÍ, heldur áfram og eru nú leigjendur fluttir inn í íbúðir félagsins í Þorlákshöfn og á Akureyri, auk þess sem á haustmánuðum voru teknar í notkun íbúðir við Kirkjusand, í Hraunbæ ... og í Úlfarsárdal í Reykjavík.
Alls eru nú 311 íbúðir Bjargs í útleigu og eru 347 í hönnunarferli og byggingu. Þá eru 395 til viðbótar í undirbúningi, samkvæmt upplýsingum frá félaginu.
Bjarg mun síðar í nóvember opna fyrir umsóknir á þremur nýjum ... stöðum fara í útleigu næsta haust. Á Selfossi eru svo 28 íbúðir í byggingu og verða þær fyrstu leigðar út um mitt næsta ár.
Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun sem ASÍ og BSRB stofnuðu árið 2016. Félagið, sem rekið er án hagnaðarmarkmiða ... sér leiguíbúðir Bjargs á vef félagsins, auk þess sem þar má finna reiknivél þar sem fólk getur kannað hvort það geti sótt um íbúð hjá félaginu
5
Fyrsta skóflustungan að nýju fjölbýlishúsi Bjargs íbúðafélags í Þorlákshöfn var tekin fyrir helgi. Húsið mun rísa í Sambyggð 14 og verður 12 íbúða tvílyft fjölbýlishús.
Um er að ræða svokölluð kubbahús, sem eru vistvænar og endingargóðar ... timburbyggingar, eins og fram kemur í frétt á vef Bjargs..
Reiknað er með að húsið rísi hratt og er áformað ... að fyrstu leigjendur geti flutt inn í október næstkomandi. Verktakinn er Eðalbyggingar ehf. og arkitekt er Svava Jóns slf.
Hægt er að sækja um íbúðir hjá Bjargi íbúðafélagi, hvort sem er í Þorlákshöfn, í Reykjavík eða annarsstaðar ... , á vef Bjargs
6
Bjarg íbúðafélag fagnaði tímamótum í starfsemi félagsins í dag þegar fyrsti leigjandi félagsins fékk afhenta lyklana að íbúð við Móaveg í Grafarvogi. Alls fá 68 leigjendur afhentar íbúðir í júní og júlí, við Móaveg og í Asparskógum á Akranesi ... að komast í nýja íbúð hjá Bjargi.
Bjarg íbúðafélag var stofnað af Alþýðusambandi Íslands og BSRB árið 2016 með það að markmiði að byggja upp leiguhúsnæði fyrir tekjulægri félagsmenn þessara heildarsamtaka launafólks. Alls eru nú 563 íbúðir í byggingu ... á vegum félagsins og 490 til viðbótar í hönnunarferli.
Bjarg áformar að halda uppbyggingu húsnæðis áfram í samræmi við þörf og fjármagn. Sveitarfélög vinna húsnæðisáætlanir til að meta þörfina og leggur Bjarg áherslu á að eiga í góðu samstarfi ... afraksturinn af þeirri miklu vinnu sem unnin hefur verið á þeim þremur árum sem liðin eru frá því Bjarg var stofnað. Uppbygging félagsins sýnir að það er vel hægt að byggja upp leigufélög hér á landi sem ekki eru rekin í hagnaðarskyni. Nú eru fyrstu ... fyrir vinnandi fólk á Íslandi. Það er afar ánægjulegt að sjá þetta verkefni verða að veruleika og ég veit að Bjarg mun gera fjölda fólks kleift að búa í mannsæmandi húsnæði á viðráðanlegum kjörum. Þetta er gleðidagur og vísir að því sem koma skal,“ sagði Drífa
7
Bjarg íbúðafélag hefur úthlutað alls 66 íbúðum og verða þær fyrstu afhentar þann 1. júlí næstkomandi. Alls eru 223 íbúðir í byggingu hjá félaginu í dag og framkvæmdir við 681 íbúð til viðbótar í undirbúningi ....
Bjarg íbúðafélag er húsnæðisfélag sem stofnað var árið 2016 af BSRB og ASÍ til að bregðast við slæmri stöðu á húsnæðismarkaði. Félagið, sem er rekið án hagnaðarmarkmiða, hefur það að markmiði að reisa og leigja út íbúðir á hagstæðu verði ... að halda áfram uppbyggingu eins hratt og hægt er.
„Það er virkilega ánægjulegt að sjá hversu vel hefur gengið hjá Bjargi íbúðafélagi að byggja upp leiguíbúðir þar sem fólk með lægri tekjur getur fengið öruggt húsnæði til langs tíma á viðráðanlegu ... verði,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB og stjórnarmaður hjá Bjargi. „Það verður stór áfangi þegar fyrstu íbúarnir flytja inn í sumar en sá mikli fjöldi sem hefur sótt um er skýr áminning um að halda áfram af enn meiri krafti á næstu árum ... .“.
Undirbúningur fyrir framkvæmdir vegna eftirfarandi verkefna er nú í gangi hjá Bjargi íbúðafélagi:.
Hallgerðargata við Kirkjusand í Reykjavík – 64 íbúðir
Leirtjörn í Úlfarársdal í Reykjavík – 66 íbúðir
Bryggjuhverfi í Reykjavík
8
Bjarg íbúðafélag fagnar áhuga innlendra framleiðenda á því að vinna með félaginu. Félagið semur um uppbyggingu leiguíbúða í alverktöku og munu aðalverktakar eftir atvikum leita eftir tilboðum í ákveðna verkþætti, eins og fram kemur ... sem fyrirmyndarfyrirtæki. Innréttingaverkefnið skapar mikla vinnu hérlendis en umsýsla, samsetning og uppsetning innréttinganna er unnin af IKEA. . Samkomulag Bjargs við IKEA er án skuldbindingar en félagið hefur lýst yfir vilja til áframhaldandi samstarfs ... um lausnir IKEA. Það skapar hagræði í rekstri Bjargs að vera með staðlaðar lausnir þegar kemur að viðhaldi íbúða félagsins. . Samstarfið fellst einnig í þjónustu við leigutaka Bjargs. Bjarg skilar íbúðum með lágmarks innréttingum og mikilvægt ... að leigutakar hafa aðgang að viðbótum á viðráðanlegu verði. IKEA mun útbúa sérstakan bækling fyrir leigutaka Bjargs þar sem þeir geta, þegar þeim hentar, valið viðbætur fyrir íbúðir. . Markmið Bjargs er að leigja félagsmönnum ASÍ og BSRB íbúðir ... á viðráðanlegu verði. Til að ná því markmiði þarf að nýta hagstæðustu lausnir sem finnast hverju sinni með tilliti til verðs, lausna og þjónustu. . Bjarg, sem var stofnað af ASÍ og BSRB, leggur mikla áherslu á að þeir sem samið er við um aðföng
9
Formaður BSRB, forseti ASÍ og formaður VR og framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags undirrituðu í dag rammasamning um að nýta reynslu og þekkingu Bjargs til að taka næsta skref í uppbyggingu verkalýðshreyfingarinnar á íbúðum á viðráðanlegu verði. VR ... kemur til með að byggja íbúðir fyrir sína félagsmenn með langtímahugsun og lághagnað að leiðarljósi undir hatti systurfélags Bjargs íbúðafélags; Blævar.
Þetta tilraunaverkefni er vonandi upphafið að frekari uppbyggingu á vegum ... verkalýðshreyfingarinnar. Hingað til hefur verið byggt á vegum Bjargs undir lögum um almennar íbúðir, með stofnframlagi frá ríki og sveitarfélögum og fólk innan ákveðinna tekjumarka hefur fengið úthlutað.
Með stofnun og uppbyggingu Blævar, sem er systurfélag Bjargs ... , geta einstaka félög innan vébanda ASÍ og BSRB byggt íbúðir og úthlutað án skilyrða við tekjumörk. Hagkvæmnin næst með því að gera lágmarkskröfur um arðsemi og nýta reynslu og þekkingu á hagkvæmum byggingum sem myndast hefur hjá Bjargi.
Samningurinn ... sem undirritaður var í dag er þjónustusamningur þar sem Bjarg mun selja út þjónustu til Blævar án þess að það hafi önnur áhrif á starfsemi Bjargs. Þannig getur Blær notið þeirrar reynslu og þekkingar sem Bjarg hefur aflað sér síðustu árin með farsælli uppbygging
10
Fyrsta skóflustungan að nýjum fjölbýlishúsum Bjargs íbúðarfélags og Búseta í Garðabæ var tekin á föstudag. Húsin tvö munu rísa við Maríugötu.
Alls verða 42 íbúðir í húsunum tveimur sem munu skiptast þannig að Bjarg mun eiga 22 íbúðir ... og Búseti vera með 20 búseturéttaríbúðir. Garðabær leggur til stofnframlag vegna íbúða Bjargs. Bjarg og Búseti hafa átt samstarf um hönnun og framkvæmdir verkefnisins og hefur verið samið við ÍAV um framkvæmdir.
Bjarg íbúðafélag var stofnað af BSRB ... og ASÍ árið 2016. Félagið hefur það að markmiði að byggja upp og leigja út íbúðahúsnæði fyrir tekjulægstu félagsmenn heildarsamtakanna tveggja og er Bjarg rekið án hagnaðarsjónarmiða
11
Reykjavíkurborg mun taka frá lóðir fyrir rúmlega 1.100 íbúðir fyrir Bjarg íbúðafélag á næstu tíu árum og ný sveitarfélög hafa óskað eftir samstarfi í kjölfar frétta af góðu gengi félagsins. Þetta kom fram á ársfundi Bjargs íbúðafélags sem haldinn ... var í gær.
Bjarg er óhagnaðardrifin sjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB sem ætlað er að byggja upp og leigja út íbúðir fyrir tekjulægstu félagsmenn heildarsamtakanna.
„Við höfum náð öllum okkar markmiðum,“ sagði Björn Traustason ... , framkvæmdastjóri Bjargs, á ársfundinum. Félagið hefur afhent rúmlega 500 íbúðir og er með rúmlega 800 í byggingu eða undirbúningsferli. Samhliða því að byggja fyrir leigutaka Bjargs er samkomulag við Reykjavíkurborg að Félagsbústaðir kaupa 20 prósent íbúðanna ... . Það hefur haft þau áhrif að biðlisti eftir íbúðum Félagsbústaða hefur helmingast á tveimur árum.
Björn sagði það mikilvægt að Bjarg hafi náð að standa við allar sínar áætlanir. „Við göngum frá leigusamningi sex mánuðum áður en við afhendum íbúðina ... um endurfjármögnun lána á þeim húsum sem þegar er búið að byggja. Í kjölfarið skilaði Bjarg þeirri hagræðingu beint til leigjenda með því að lækka leiguna um að meðaltali 14 prósent. „Að meðaltali vorum við að lækka leiguna um kannski 30 þúsund. Þetta eru stórir
12
eftir því að aukið fjármagn verði sett í mótframlög fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Eitt þeirra er Bjarg íbúðafélag, sem stofnað var af BSRB og ASÍ árið 2016. Félagið hefur það hlutverk að byggja upp og leigja tekjulægstu félagsmönnum aðildarfélaga þessara ....
Hægt er að kynna sér skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar hér..
Nánari upplýsingar um Bjarg íbúðafélag má finna á vef félagsins, þar sem einnig
13
Bjarg íbúðafélag afhenti í gær 500. íbúð félagsins rétt um tveimur árum eftir að fyrstu íbúar félagsins fengu íbúðir sínar afhentar. Íbúðin sem afhent var í vær var að Gæfutjörn 22 í Úlfarsárdal.
Það var ung móðir, Hjördís Björk ... framkvæmdastjóri Bjargs íbúðafélags sagði við þetta tilefni að nú séu tvö ár frá því félagið hafi afhent sína fyrstu íbúð og því tilefni til að halda upp á þessi tímamót með Hjördísi Björk og gestum. Bjarg íbúðafélag býður leigjendum sínum öryggi á leigumarkaði ... . leiguíbúðina afhenta hjá Bjargi og að enn fleiri íbúðir séu að verða tilbúnar. Hún sagði að ungt fólk ætti erfitt með að komast í öruggt leiguhúsnæði hér á landi.
„Hér hefur ekki verið neinn alvöru leigumarkaður síðari ár á Íslandi fyrr en nú með komu ... Bjargs íbúðafélags. Við í verkalýðshreyfingunni vildum breyta þessu, búa til heilbrigðan leigumarkað, og því settumst við niður og spurðum okkur hvernig verkalýðshreyfingin gæti breytt þessari stöðu á leigumarkaðnum. Hvernig við gætum veitt fólki öruggt ... þegar Bjarg fór af stað í þessa vegferð hafi borgaryfirvöld bundið miklar vonir við uppbygginguna. „ Bjarg íbúðafélag hefur farið fram úr okkar björtustu vonum, því öryggi á leigumarkaðnum hafi skort. Margir bíði eftir að komast í öruggt húsnæði í borginni
14
Húsaleigan hjá stórum hópi leigjenda hjá Bjargi íbúðafélagi mun lækka um næstu mánaðarmót í kjölfar þess að forsvarsmenn félagsins undirrituðu viljayfirlýsingu um fjármögnun við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um miðjan júlí.
Með þessari ... í frétt á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar..
Um er að ræða hagstæða nýja langtímafjármögnun á lánum Bjargs hjá stofnuninni í kjölfar þess að niðurstaða náðist í ríkisstjórn um framtíðarfyrirkomulag lánveitinga stofnunarinnar á samfélagslegum ... forsendum til byggingar og kaupa á íbúðum.
Bjarg var stofnað af BSRB og ASÍ árið 2016 með það að markmiði að byggja og reka leiguíbúðir fyrir tekjulægstu félagsmenn heildarsamtakanna tveggja, án hagnaðarsjónarmiða.
„Svona virkar ... óhagnaðardrifið leigufélag eins og okkar, ef okkar kostnaður lækkar þá njóta leigutakarnir þess óháð því hvaða upphæð kemur fram í leigusamningnum,“ sagði Björn Traustason, framkvæmdastjóri Bjargs, eftir undirritun viljayfirlýsingarinnar.
Undirritunin fór ... fram við húsnæði Bjargs við Móaveg í Grafarvogi, en þar var einmitt fyrsta íbúð félagins afhent fyrir tveimur árum. Auk Björns undirrituðu yfirlýsinguna Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis
15
Í kjölfar nýlegrar endurfjármögnunar og endurskoðun rekstrar fjölbýlishúsa Bjargs við Móaveg og Urðarbrunn í Reykjavík mun félagið um næstu mánaðarmót lækka leigu hjá 190 leigutökum félagsins. Mun meðalleiga hjá þessum leigutökum lækka um 14 ... prósent, úr um 180.000 í 155.000.
Bjarg íbúðarfélag, sem stofnað var af BSRB og ASÍ árið 2016, starfar án hagnaðarsjónamiða þar sem leiguverð ... vegna breytinga öðrum rekstrarliðum. Leiguverð er engu að síður mjög hófstillt og töluvert lægra en á höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega 120 þúsund krónur á mánuði. Kemur það helst til vegna íbúðagerða, lægra lóðarverðs og hagstæðari skipulagsskilmála.
Bjarg ... á svipuðum forsendum en þær hafa tafist vegna innri fjármögnunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Er von til þess að niðurstaða náist um það fljótlega þegar staða Húsnæðissjóðs skýrist.
Bjarg lítur á það sem forgangsverkefni að leita allra leiða
16
Borgarráð hefur samþykkt að veita Bjargi íbúðafélagi, sem stofnað var af BSRB og ASÍ árið 2016, vilyrði fyrir lóðum undir fjölbýlishús á tveimur stöðum í borginni. Bjarg mun fá lóð á horni Háaleitisbrautar og Safamýrar og við Seljakirkju ... Bjargi rúmlega 480 milljóna króna stofnframlag vegna uppbyggingarinnar á reitunum tveimur.
Bjarg er leigufélag í eigu BSRB og ASÍ sem rekið er án hagnaðarsjónarmiða. Félaginu er ætlað að byggja upp og leigja út íbúðir fyrir tekjulægstu félagsmenn ... heildarsamtakanna tveggja. Félagið er þegar með um 440 íbúðir í útleigu í Reykjavík, á Akranesi, í Þorlákshöfn og á Akureyri. Félagið er með um 240 íbúðir í byggingu og 374 til viðbótar á undirbúningsstigi.
Hægt er að kynna sér starfsemi Bjargs betur
17
Leigjendur hjá Bjargi íbúðafélagi, sem stofnað var af BSRB og ASÍ árið 2016, eru nú komnir vel yfir eitt þúsund í alls um 440 íbúðum, samkvæmt upplýsingum frá Bjargi.
Félagið er rekið án hagnaðarsjónarmiða og hefur það að markmiði ... og á Akureyri og mun á þessu ári einnig afhenda íbúðir á Selfossi. Í dag eru um 240 íbúðir í byggingu og 374 til viðbótar á undirbúningsstigi.
Nánari upplýsingar um Bjarg íbúðarfélag, þar með talið þau skilyrði sem þarf að uppfylla til að sækja um íbúð
18
Uppbygging Bjargs íbúðafélags, sem stofnað var af BSRB og ASÍ, á hagkvæmum leiguíbúðum hefur gengið hraðar en vonir stóðu til. Þegar eru ríflega 200 íbúðir komnar í útleigu og rúmlega 300 til viðbótar eru í byggingu.
Bjarg var stofnað ... hluta af íbúðunum. Bjarg hefur því lokið við byggingu á alls 271 íbúð. Flestar íbúðirnar eru við Móaveg í Grafarvogi, alls 155 talsins, en einnig hefur verið flutt inn í allar 33 íbúðirnar sem reistar voru á Akranesi og 83 íbúðir við Urðarbrunn ... gangi. Alls eru nú 128 íbúðir í hönnunarferli, 230 til viðbótar í undirbúningi og 174 í umsóknarferli.
Bjarg hefur byggt upp fyrir 36 milljarða, en stofnframlög ríkis og sveitarfélaga voru alls 11 milljarðar króna. Félagið hefur gert ... viljayfirlýsingar við sveitarfélög um stofnframlög og lóðir fyrir alls um 1.300 íbúðir.
Hagkvæmt leiguverð.
Til að geta boðið hagkvæmt leiguverð byggir Bjarg hagkvæmar smærri íbúðir sem lítið framboð hefur verið af á fasteignamarkaði. Leiguverðið ... herbergja íbúð á um 185 þúsund krónur á mánuði.
Nánari upplýsingar um Bjarg íbúðafélag má finna á vef félagsins. Þar er einnig hægt að sækja um leiguíbúð
19
Fyrsta skóflustungan að 124 nýjum íbúðum sem Bjarg íbúðafélag og Búseti húsnæðissamvinnufélag byggja við Tangabryggju í Bryggjuhverfi Reykjavíkur var tekin í gær.
Bjarg er húsnæðis sjálfseignastofnun, stofnuð af ASÍ og BSRB. Félagið ... , Urðarbrunni í Úlfarsárdal og Asparskógum á Akranesi. Þá eru framkvæmdir við rúmlega 300 nýjar íbúðir komnar vel á veg og rúmlega 500 íbúðir til viðbótar eru í undirbúningsferli.
Bjargi er ætlað að skapa tekjulægri hópum öruggt og gott húsnæði. Íbúðir ... Búseta eru reknar í dag yfir 1.000 íbúðir og eru nú um 180 íbúðir í byggingu á vegum félagsins.
Nánari upplýsingar um starfsemi Bjargs má finna á vef
20
Verktakafyrirtækið ÍAV afhenti síðustu íbúðir Bjargs íbúðafélags við Spöngina í Grafarvogi á föstudaginn, sex mánuðum á undan áætlun. Alls byggði fyrirtækið 155 íbúðir í sex húsum við Móaveg 2-12.
Forsendur þess hve vel verkefnið ... hefur gengið, rekur ÍAV til árangursríks samstarfs við Bjarg, hönnuði verkefnisins, fjölda undirverktaka og birgja, að því er fram kemur í tilkynningu frá Bjargi.
Öflugur hópur úr verkalýðshreyfingunni, auk borgarstjóra, tók fyrstu skóflustungurnar ... að íbúðunum við Móaveg þann 23. febrúar 2018 og fyrstu íbúðirnar voru afhentar 20. júní 2019. Þegar hafa 124 íbúðir verið afhentar í húsunum við Móaveg og um 280 íbúar fluttir inn.
Bjarg íbúðafélag er húsnæðissjálfseignarstofnun stofnuð af BSRB og ASÍ ... . Félagið er rekið án hagnaðarmarkmiða og er ætlað að tryggja tekjulágum fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. Um er að ræða svokölluð leiguheimili að norrænni fyrirmynd.
Uppbygging Bjargs fer fram víðar ....
Nánari upplýsingar um íbúðakjarna og umsóknarferlið má finna á vef Bjargs. Þar má einnig finna reiknivél þar sem félagsmenn BSRB og ASÍ geta kannað hvort þeir séu innan þeirra tekju- og eignaviðmiða sem gilda um almenn íbúðafélög eins og Bjarg